Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 103
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
89
magur og vó 861 g, kynfæri voru þroskuð (vinstra eista 21x4 mm).
í kirtlamaga var mikið a£ rykmýslirfum mjög' meltum, og auk þess
um 20 nykrusprotar (Potamogeton sp.). í fóarni var aðeins svolítill
sandur og óákvarðanlegar fæðuleifar.
Ósar, Gull., 26. desember 1966. Þennan dag sá Jón B. Sigurðsson
stakan hvinandarblika utarlega á Ósum. í birtingu sama dag sá hann
andarpar (Bucephala sp.), sem annaðhvort voru hvinendur eða hús-
endur. Einnig sá Jón stakan kvenfugl (Bucephala sp.) inni á Ósa-
botnum þennan dag.
Sogið, 4. janúar 1967. Þennan dag sá ég tvo staka hvinandarblika
á Sogi rétt neðan við Tannastaði, og skammt fyrir neðan Efrafall
var þriðji blikinn. Engir kvenfuglar sáust með þessum hvinandar-
blikum.
Niðurlag
Að lokum vil ég fara nokkrum orðum um uppruna þeirra hvin-
anda, sem hér hafa náðst. Tegundinni hefur verið skipt í tvær deili-
tegundir: Bucephala clangula clangula (L.) í Evrasíu, og Bucephala
clangula americana (Bonaparte) í Norðurameríku. Amerísku fugl-
arnir eru að meðaltali nokkru stærri en þeir evrasísku, en nokkur
vafi leikur þó á, hvort þessar deilitegundir eiga rétt á sér. Schiöler
(1926) telur eina íslenzka haminn, sem hann hafði undir höndum
(frá Mývatni 1910), vera B. c. clangula. Mál íslenzku hvinandarblik-
anna benda til að þeir séu af evrópskum uppruna, en ekki er þó
hægt að slá því föstu fyrr en hliðstæðar mælingar hafa verið fram-
kvæmdar á hvinöndum frá austurhluta Norðurameríku.
Ég hef hér að framan reynt að draga saman á einn stað allt það,
sem nú er vitað um hvinendur hér á landi. Rétt er að taka það
fram, að tilgátur í ýmsum handbókum um að þessi tegund sé varp-
fugl á íslandi, hafa ekki hlotið staðfestingu. Virðast Millais, og lík-
lega Nielsen faktor á Eyrarbakka, vera upphafsmenn þessa orðróms.
Athuganir á síðustu árum sýna að hvinöndin er árviss vetrar-
gestur á Soginu og e. t. v. víðar á Suðvesturlandi. Hún má einnig
heita árviss á Mývatni, en annars er mjiig á huldu um sumardvöl
hennar hérlendis. Ennþá verður ekkert um það sagt, hvort fjöldi
þeirra hvinanda, sem hér hefur orðið vart síðan 1960, bendir til
raunverulegrar fjölgunar eða stafar aðeins af auknum athugunum.