Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 108
94
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
Mýrdælingur lét hana frá sér fara á prenti í frásögn héðan úr
Mýrdal.
II. Rannsóknir.
Ekki veit ég til að neinir fræðimenn á sviði náttúruvísinda hafi
skoðað þessa steingervinga fyrr en árið 1934. Það sumar dvaldi
Pálmi Hannesson rektor hér í nokkra daga. Sýndi ég honum þá
skeljar, sem ég hafði safnað, og vakti það áhuga hans á þessu fyrir-
bæri. Varð það til þess, að einn dag gengum við um svæðið sem
skeljarnar aðallega finnast á og sá liann fljótt, að þær voru í berg-
inu sjálfu og voru steingervingar, sem tilheyrðu bergmynduninni
sjálfri, en ekki komnar þangað á þann hátt, sem hér hafði verið
haldið fram. Það heyrði ég, að hann furðaði sig nokkuð á því
að steingervingarnir værn ekki í leii'- eða sandsteinslögum, heldur
í sandsteinskubbum dreifðum um móbergið. Ekki varð meira úr
rannsókn í það sinn, þar sem Pálmi var á förum héðan morgun-
inn eítir, og ekki varð af að hann kæmi á þetta svæði aftur til
rannsókna.
í september 1939 kom Jakob Líndal jarðfræðingur og bóndi á
Lækjarmóti hingað í Mýrdalinn og fékk mig þá til að fylgja sér
um umrætt svæði hluta úr degi í leiðindaveðri. Nú helur írá-
sögn hans af þeirri rannsókn birzt í Jarðfræðidagbókum hans (Lín-
dal 1964).
í júlí 1952 kom Jóhannes Áskelsson hingað í því augnamiði að
rannsaka steingervingana og bergmyndunina í Skammadalskömbum
og eftir að ég hafði gengið með honum um aðalsteingervingasvæð-
ið komst hann að þeirri niðurstöðu, að söfnun sýnishorna og rann-
sókn legti steingervingalaganna í berginu væri svo seinlegt og tíma-
frekt verk, að hann taldi sig ekki geta gert því skil, svo sem hann
hafði óskað, og samdist því svo með okkur, að við lielðum sam-
vinnu um rannsókn svæðisins.
Verkaskipting okkar var sú, að ég safnaði steingervingunum og
rakti legu og útbreiðslu berglaganna, sem þau fundust í, en hann
annaðist tegundagreiningu og aldursákvarðanir, sem þó var ekki
að fullu lokið, þegar hann léll frá. Árlega hef ég svo gert meiri og
minni athuganir á umræddu svæði og flest árin hefur mér fénazt
eitthvað, því ekki þarf annað en að mosafylla eða jarðvegstorfa
losni frá berginu, þá getur alltaf viljað til, að maður finni „kúlu“