Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 3
Náttúrufr. — 40. árgangur — 3. hefti — 145—208. siða — Reykjavik, náv. 1950 Ingui Þorsteinsson, Arnþór Garðarsson, Gunnar Ólafsson og Gylfi M. Guðbergsson: Islenzku hreindýrin og sumarlönd þeirra I. INNGANGUR Hreindýr hafa verið á íslandi í nærfellt tvær aldir. Þrátt fyrir það er lítið vitað um þau og lifnaðarhætti þeirra, og nær engar rannsóknir hafa verið gerðar fyrr en á síðustu árum til að bæta úr þessari vanþekkingu. Hreindýr hafa verið til lítilla nytja á ísiandi, en þau eru ómiss- andi yndisauki í hinu fábreytta dýralífi landsins. Eftir að þeirn tók að fjöiga á síðari árum hafa hins vegar heyrzt um það raddir, að hreindýrin keppi við sauðfé um beitargróður á hálendi Austur- lands, þar sem þau halda sig nú eingöngu, auk }>ess sem þau valdi oft tjóni á beitilöndum, er þau ieita til byggða á veturna. Þetta varð til þess, að gerðar voru, að beiðni Menntamálaráðu- neytisins, rannsóknir á sumarbeitilöndum hreindýranna árin 1968 og 1969. Rannsóknir þessar voru liður í beitarþolsrannsóknum, sem unn- ið hefur verið að á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á hálendi landsins undanfarin ár. Sumarið 1968 unnu tíu menn að þeim á tímabilinu 17.—27. ágúst. Var þá einkum unnið á Möðru- dals- og Brúaröræfum, þ.e.a.s. á svæðinu milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú, allt lrá Vatnajökli norður undir Möðrudal, og einnig á Vesturöræfum. Sumarið 1969 unnu aftur tíu menn að rannsóknum á tímabilinú 28. júlí—20. ágúst. Var þá kannað svæðið milli Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal frá jökli út á Fella- heiði. Hvorugt sumarið reyndist unnt að komast í Kringilsárrana og Hvannalindir vegna ófærðar og illviðra. Var þetta einkar bagalegt, því að í Kringilsárrana er jafnan mikið um hreindýr á sumrin. 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.