Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 4
146
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
Enda þótt hreindýrin fari víða um, frá Vopnafjarðarheiði alla leið
suður undir Hornafjörð, eru langflest þeirra á svæði því, sem var
kannað. Þótti því ekki ástæða að bíða með birtingu á niðurstöð-
um rannsóknanna, enda þótt þeim verði ef til vill haldið áfram
síðar.
Áætlað er að gefa út gróðurkort af Austurlandshálendinu 1971
eða 1972.
Á það skal lögð áherzla, að niðurstöður þær, sem hér eru birtar,
eiga aðeins við um sumarbeit hreindýranna og hve mikinn hrein-
dýrafjölda beitilöndin þoli á þeim árstíma. Vetrarbeitin og tjón
það, sem rætt er um, að hreindýrin valdi á veturna, þarfnast sér-
stakra rannsókna, sem gera þyrfti sem fyrst.
Rannsóknirnar voru styrktar fjárhagslega bæði árin af Mennta-
málaráðuneytinu, en síðara árið einnig af Vísindadeild NATO,
sem hefur veitt ríflega styrki til gróðurrannsókna á hálendinu und-
anfarin þrjú ár. Hreindýratalningin hefur öll ár verið framkvæmd
á kostnað Menntamálaráðuneytisins.
Forstjóri Landmælinga íslands, Ágúst Böðvarsson, lét. góðfús-
lega af hendi niðurstöður hreindýratalninga. Starfsmenn Tilrauna-
stöðvarinnar í meinafræði að Keldum létu í té upplýsingar um
þyngd íslenzkra hreindýra og lögðu einnig til allmörg sýni til
ákvörðunar á plöntuvali hreindýra.
Þessum aðilum eru færðar beztu þakkir.
II. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR
Megintilgangur rannsóknanna var að ákvarða beitarþol hrein-
dýrasvæðanna og að hve miklu leyti gróður þeirra væri nýttur,
bæði af hreindýrum og búfé. Verkefnið skiptist í eftirtalda þætti:
1. Flokkun og kortlagningu gróðurlenda.
2. Mælingar á uppskerumagni, tegundasamsetningu og öðrum
eiginleikum gTÓðurlenda.
3. Rannsóknir á plöntuvali hreindýra á sumarbeit.
Við kortlagningu á gróðurlendum (gróðurgreiningu) eru not-
aðar loftljósmyndir, og er hún eins nákvæm og nútímatækni leyf-
ir. Mynd 1 sýnir svæðið, sem kortlagt var sumrin 1968 og 1969.