Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
149
Umhveifis Möðrudal er víðlend flatneskja í um það bil 450 m
Ji.y.s., hluti af hásléttu þeirri, sem hefst við Jökulsá á Fjöllum í lið-
lega 400 m hæð og fer hækkandi í um það bil 600 m hæð austur
undir Jökuldal. Austast á Möðrudalsöræfum eru Möðrudalsfjall-
garðar, rúmlega 20 km langir og nær gróðurlausir móbergshryggir.
Sunnan þein'a rís Þríhyrningsfjallgarður og síðan aðrir móljcrgs-
hryggir og fell á Brúaröræfum, allt inn að Brúarjökli. Annars er
fremur flatlent á Brúaröræfum, melar og ásar skiptast á, en land-
ið fer hækkandi suður að jökli. Gróðurlítið er á þessu svæði, eink-
um vestan til, en gróður er í Brúardölum, s.s. Arnardal, Fagradal,
Sauðárdal, og inn af Vesturdal eru Háunrýrar, sem eru stærsta
samfellda haglendið. Gróður á þessum slóðunt er einkum bundinn
við dalverpi, þar sem snjóþyngsli eru mikil og langvarandi, og nýt-
ur hann skjóls og nægilegs raka frá grunnvatni.
Krepputunga er flatlend norðan til, en sunnan til er Kverk-
fjallarani, hnjúkaraðir norður frá Kverkfjöllum. Krepputunga er
að mestu þakin hraunum, sem eru víða sandi orpin, og ]rar er nær
enginn gróður nema í Hvannalindum.
Jökuldalur er langur, eu heldur mjór og þrengist, er ofar dregur,
svo að aflíðandi hlíðar ganga allt niður að ánni, sem rennur víða
í gljúfri. Margir smádalir eru vestan Jökulsár með grýttum og
straumhörðum þverám. Þær eru allar fremur vatnslitlar nema
Kringilsá. Jökuldalsheiði er víðast 500—600 m y.s., hæst að austan,
þar sem ýntsir hnjúkar eru upp af brúnum Jökulsdals. Heiðin er
vel ,gróin. Þar skiptast á melöldur og ásar, en flóar og mýrar nteð
fjölda tjarna og vatna eru í drögum á milli þeirra. Þaðan renna
margar kvíslar og smáár, flestar norður til Hofsár.
Jökulsá í Fljótsdal kemur undan Fyjabakkajökli og rennur í
mörgum kvíslum um marflatt sléttlendi. Á eyrunum milli kvísl-
anna, Eyjabökkunt, er mjög grösugt, en bleytur eru ákaflega mikl-
ar, svo að víða er mjög torfært og jafnvel ófært mönnum og
skepnum.
Skammt vestan við Eyjabakkajökul gengur allmikill fjallarani
nteð hryggjum og tindum til norðausturs. Nálægt miðjum fjall-
garðinum gnæfir Snæfell, en fjöll þessi eru um 1100—1300 m ltá,
víðast snarbrött og gróðurlaus að kalla. „Undir Fellum“ eru af-
réttarlöndin nefnd, sem eru á milli þessara fjalla og Jökulsár. Svæði