Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 Umhveifis Möðrudal er víðlend flatneskja í um það bil 450 m Ji.y.s., hluti af hásléttu þeirri, sem hefst við Jökulsá á Fjöllum í lið- lega 400 m hæð og fer hækkandi í um það bil 600 m hæð austur undir Jökuldal. Austast á Möðrudalsöræfum eru Möðrudalsfjall- garðar, rúmlega 20 km langir og nær gróðurlausir móbergshryggir. Sunnan þein'a rís Þríhyrningsfjallgarður og síðan aðrir móljcrgs- hryggir og fell á Brúaröræfum, allt inn að Brúarjökli. Annars er fremur flatlent á Brúaröræfum, melar og ásar skiptast á, en land- ið fer hækkandi suður að jökli. Gróðurlítið er á þessu svæði, eink- um vestan til, en gróður er í Brúardölum, s.s. Arnardal, Fagradal, Sauðárdal, og inn af Vesturdal eru Háunrýrar, sem eru stærsta samfellda haglendið. Gróður á þessum slóðunt er einkum bundinn við dalverpi, þar sem snjóþyngsli eru mikil og langvarandi, og nýt- ur hann skjóls og nægilegs raka frá grunnvatni. Krepputunga er flatlend norðan til, en sunnan til er Kverk- fjallarani, hnjúkaraðir norður frá Kverkfjöllum. Krepputunga er að mestu þakin hraunum, sem eru víða sandi orpin, og ]rar er nær enginn gróður nema í Hvannalindum. Jökuldalur er langur, eu heldur mjór og þrengist, er ofar dregur, svo að aflíðandi hlíðar ganga allt niður að ánni, sem rennur víða í gljúfri. Margir smádalir eru vestan Jökulsár með grýttum og straumhörðum þverám. Þær eru allar fremur vatnslitlar nema Kringilsá. Jökuldalsheiði er víðast 500—600 m y.s., hæst að austan, þar sem ýntsir hnjúkar eru upp af brúnum Jökulsdals. Heiðin er vel ,gróin. Þar skiptast á melöldur og ásar, en flóar og mýrar nteð fjölda tjarna og vatna eru í drögum á milli þeirra. Þaðan renna margar kvíslar og smáár, flestar norður til Hofsár. Jökulsá í Fljótsdal kemur undan Fyjabakkajökli og rennur í mörgum kvíslum um marflatt sléttlendi. Á eyrunum milli kvísl- anna, Eyjabökkunt, er mjög grösugt, en bleytur eru ákaflega mikl- ar, svo að víða er mjög torfært og jafnvel ófært mönnum og skepnum. Skammt vestan við Eyjabakkajökul gengur allmikill fjallarani nteð hryggjum og tindum til norðausturs. Nálægt miðjum fjall- garðinum gnæfir Snæfell, en fjöll þessi eru um 1100—1300 m ltá, víðast snarbrött og gróðurlaus að kalla. „Undir Fellum“ eru af- réttarlöndin nefnd, sem eru á milli þessara fjalla og Jökulsár. Svæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.