Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 153 IV. ÍSLENZKU HREINDÝRIN Sögulegt yfirlit Um sögu hreindýra á íslandi hafa mest ritað þeir Helgi Valtýs- son (1945) og Ólafur Þorvaldsson (1960), og er eftirfarandi ágrip byggt eingöngu á þessum heimildum. Hreindýrin voru flutt hingað til lands á árunum 1771 til 1787. Árið 1771 var þremur dýrum sleppt í Landeyjunr í Rangárvalla- sýslu, árið 1777 voru 23 dýr sett á land á Reykjanesskaga, um 30 dýrum var sleppt í Eyjafirði árið 1784, og loks var 35 dýrum sleppt í Vopnafirði 1787. Dýrunum virðist hafa fjölgað mjög ört fyrst í stað á öllum þessum stöðum, nema í Rangárvallasýslu, en þar hafa þau senni- lega dáið út eftir fáein ár. Ástæðurnar fyrir hinni öru fjölgun voru líklega tvær: Hagar við hæfi dýranna voru víðast fyrir hendi, og voru þessi beitilönd ósnortin af hreindýrabeit, en fæðuval hrein- dýra er að mörgu leyti frábrugið fæðuvali þeirra jurtaætna, sem fyrir voru í landinu, eins og síðar verður vikið að. Heimildir benda til þess, að þau hreindýr, sem flutt voru til landsins hafi fyrst og frernst verið kvígur. Dýrin, sem sleppt var á Reykjanesskaga voru þau, sem el'tir lifðu af 30 — 6 törfum og 24 kvígum — sem lögðu upp í sjóferðina. Og af þeim 35 dýrurn, sem sleppt var á Austur- landi, voru 30 kvígur, en aðeins 5 tarfar. Sennilegt er, að svipað hlutfall kynja hafi einnig verið í Eyjafjarðarhjörðinni, enda þótt þess sé ekki getið í heimildum. Þegar litið er á þessi tvö atriði, lítt notuð beitilönd og hagstætt kynjahlutfall, er sízt að furða, að fjölgun hreindýranna varð mjög hröð fyrstu árin. Þannig er talið, að árið 1790, aðeins sex árum eftir að hreindýr voru flutt til Eyjafjarðar, hafi þau verið orðin 3—400 á þeirn slóðum, og kvartað var um ásókn dýranna í fjallagrös á Vaðlaheiði. Friðunarsaga hreindýranna gefur nokkra rnynd af vexti stofnsins. Dýrin voru alfriðuð frá 1787, en þegar árið 1790 var takmörkuð veiði leyfð í Eyjafjarðarsýslu, og árið 1794 var veitt takmarkað veiðileyfi fyrir Þingeyjar- og Múlasýslur. Árið 1798 var leyft að veiða karldýr um land allt. Frá 1817 mátti veiða öl 1 dýr nema kálfa, og árið 1849 var alger ófriðun hreindýra tekin í lög. Helztu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.