Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 12
15-1
N ÁTTÚ RU FRÆÐIN G U RIN N
ástæðurnar fyrir þessari þróun mála munu vera þær, að menn
töldu sig hafa litlar nytjar af dýrunum, þau þóttu spilla grasatekju,
og jafnvel bithögum.
Ia'klegt er, að hreindýrastofninn hafi náð hámarki einhvern tíma
á fyrri hluta 19. aldar, en síðan hafi stofninn að mestu farið minnk-
andi allt fram á þessa öld. Hnignunarinnar verður vart í lagasetn-
ingum, ekki síður en fjölgunarinnar. Árið 1882 er tekin upp tak-
mörkuð friðun hreindýra, og frá 1901 hafa dýrin verið að mestu
alfriðuð, ef frá er talin takmörkuð veiði undir eftirliti á síðari
árum. Þrátt fyrir aukna friðun, og alfriðun frá aldamótum, hélt
hreindýrunum áfram að fækka, og þau dóu út á Reykjanesskaga og
í Þingeyjarsýslum á þriðja og fjórða tug þessara aldar. Austanlands
virðist einnig hafa verið um mikla fækkun að ræða, og má vera, að
þar hafi stofninn náð lágmarki í kringum 1940.
Að sjálfsögðu er ekkert vitað um raunverulegan fjölda hreindýr-
anna mestallt þetta tímabil. Þó verður að teljast líklegt, að stofn-
inn hafi aldrei orðið mjög stór. Til þess bendir annars vegar, að
útbreiðsla dýranna var jafnan takmörkuð við þrjú svæði: Reykja-
nesfjöll, austanvert Norðurland og Austurland. F.f um verulega
fjölgun dýra á einhverju þessara svæða hefði verið að ræða, hefðu
þau átt að dreifast til annarra landshluta, þegar fjöldinn var
mestur. Hins vegar ætti þess að verða vart í heimildum, ef fjöldinn
Iiefði orðið verulegur, því að þá má gera ráð fvrir, að menn liefðu
sýnt meiri tilburði til þess að nýta stofninn en raun varð á.
Helztu þcettir, sem hafa áhrif á stœrð
h rein dýrast ofnsins
Ymsir náttúrufræðingar liafa ritað um stofnbreytingar hreindýra
í norðlægum löndum. I.eopold og Fraser Darling (1953) lýstu
fækkun villtra hreindýra í Alaska á síðustu áratugum. Töldu þeir,
að þar hefði mestu valdið skógareldar í sunnanverðu og miðju
Alaska, en eldarnir hefðu eytt fléttum þeim, sem voru aðalfæða
dýranna að vetrinum. í vestanverðu Alaska hefðu villt hreindýr
dáið út vegna ofbeitar taminna hjarða. Tamin hreindýr voru flutt
til Alaska 1892, alls 143 dýr, en 1932 voru um 630.000 í landinu.
Þeim hefur síðan fækkað mjög, líklega vegna ofbeitar í vetrarhög-
um, en einnig vegna slælegrar hjarðmennsku þarlendra, og 1952