Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 16
158
NATTURUFRÆÐINGURINN
2. mynd. — Fig. 2.
Um 21% al stofninum fyrri hluta sumars á tímabilinu 1965 t il 1968
voru kálí'ar, en rúmlega 23% sumarið 1969. Árleg dánartala á þessu
tímabili var yiirleitt um 12—17% af heildarfjölda. Þar sem ekki er
gerður greinarmunar á ársgömlum dýrum og eldri, er ekki hægt að
áætla dánartölu ungviðis og fullorðinna dýra sér, en með hliðsjón
af rannsókn Bergeruds (1967) má ætla, að vanhöld séu nrikil á kálf-
um á fyrsta ári miðað við fullorðin dýr. Ef gizkað er á um 5% árlega
dánartölu fullorðinna dýra á þessu fjölgunartímabili, sem virðist
ekki mjög fjarri lagi nriðað við erlendar rannsóknir, má ætla, að
unr 40—60% kálfa á fyrsta ári hafi drepizt að jafnaði ár hvert
á tímabilinu 1965 til 1968. Veiðar fóru fram árin 1968 og 1969,
og lrafa þær eflaust aukið mjög dánartölu fullorðinna dýra. Þó gæti
lrin mikla aukning stofnsins frá 1968 til 1969 bent til þess, að á
jressu tímabili hafa veiðarnar dregið að einlrverju leyti úr eðlilegunr
dauðsföllum kálfanna. Það er eítirtektarvert, að veiðarnar árið
1968 urðu ekki til þess að auka árleg vanhöld stofnsins.
Mikil fækkun, um 35%, átti sér stað 1969 til 1970. Með sanr-
anburði við sjáanleg áhrif veiðanna 1968 virðist ósennilegt, að
þessi fækkun stafi eingöngu af ofveiði. Að vísu er ekki vitað,
lrversu nrörg dýr féllu fyrir skotunr veiðinranna þessi ár, og nrá
vel vera, að þau hafi verið nriklu fleiri haustið 1969 en árið áður.