Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐIN G U R1N N 163 efnum sem forðanæringu fyrir veturinn. Sé sumarbeitin góð, getur þannig safnazt fyrir margra sentimetra þykkt litulag undir húðina á baki og innan á lærunum. Hreindýr geta þyngzt um 150—500 g á dag á sumrin. Við búfjárrækt er lögð áherzla á, að dýrin fái sem jafnast fóður allt árið til þess að nýta sem bezt vaxtarhæfni þeirra. Þegar hrein- dýr eru að þroskast, verða þau hins vegar oft að láta sér nægja vetrarbeit, sem er svo léleg, að hún nægir jafnvel oft ekki til við- halds. Vöxtur þeirra byggist því fyrst og fremst á sumarbeitinni. Er líður á haustið, sækja hreindýrin meira í stargróður mýranna, sem er aðalfæða þeirra á veturna, auk fléttna og kvistgróðurs. Oft eru það ísa- og snjóalög, sem mestu ráða um, hversu góð vetrarbeitin er. Plöntuval íslenzkra hreindýra Villt hreindýr eru stygg og vör um sig og þess vegna er bæði tímafrekt og eríitt að fylgjast með hegðnn þeirra. Þær athuganir, sem gerðar voru á Austurlandshálendinu, leiddu í ljós, að hrein- dýrin voru langmest á beit á hinunr hálfþurru og víðáttumiklu TA-FLA 5 — Plöntuval hreindýra á sumarbeit (% af bitnu). Table 5 — 7 he diet of lcelandic reindeer on summer ranges. Tegundir Plant species Úr vömb Rnmen samþles Úr munni Mouth samþles % % Grös Grasses 31,1 14,3 Hálfgrös og byrkningar Sedges and horsetail 8,7 10,9 Kvistgróður Woody plants 44,6 42,2 Tvíkímblaða jurtir Herbs 11,8 13,8 Fléttur 3,8 18,8 Lichens

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.