Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐIN G U RIN N
165
41—48% og er þar fyrst og fremst um að ræða grasvíði, grávíði og
bláberjalyng. Sígrænu tegundirnar, krækilyng og beitilyng, eru
hins vegar lítið bitnar.
Grasmagnið er 27—35%, mest vinglar, língresi og fjallapuntur.
Magn fléttna í fóðrinu er aðeins 3—5%. Sovézkar rannsóknir
(Gultsjak, 1954) benda til, að magn fléttna í vömb dýra á sumar-
beit sé 10—30%, en allt að 80% á vetrarbeit. En, eins og að fram-
an greinir, eru beitilönd íslenzku hreindýranna snauð að fléttum
og er því eðlilegt, að lítið sé af þeim í fóðrinu.
Rannsóknir leiddu í Ijós, að óraunhæfur munur var á
plöntuvali hreindýranna eftir aldri þeirra og kyni og eftir því, hvaða
svæðum eða gróðurlendum þau héldu sig á.
Hreindýrabeit — fjárbeit
Sá munur er á beit sauðfjár og hreindýra á sumrin, að sauðféð
þrautnagar gjarna þær tegundir plantna og gróðurlendi, sem því
fellur við, en hreindýrin grípa niður og bíta meira á víð og dreif.
TAFLA 6 — Samanburður á plöntuvali sauðfjár og hreindýra í
júlí—ágúst (% af bitnu).
Table 6 — Comparison of tiie diet of Icelandic sheep and reindeer
on summer ranges.
Tegundir Plant species Sauðfé Sheep Hrcindýr Reindeer
% %
Grös Grasses 71,6 31,1
Hálfgrös og bvrkningar Sedges and horsetail 17,7 8,7
Trjákenndar plöntur Woody plants 6,2 44,6
Tvíkímblaða jurtir Herhs 4,5 11,8
Fléttur Lichens 3,8