Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 24
166
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Er oft ekki hægt að sjá á gróðurlendum, þótt hreindýrahópur liafi
fyrir skömmu hitið þau. Við hreindýrabeit er af þessum sökum
minni hætta á staðbundinni ofbeit, sem oft á sér stað við fjárbeit,
enda þótt nægir hagar séu fyrir hendi.
A plöntuvali hreindýra og sauðfjár er einnig verulegur munur,
eins og sýnt er í töflu 5 (I. Þorsteinsson, G. Ólafsson, 1965 og
1967).
Féð velur helzt grös og hálfgrös á sumarbeit, en þegar líður á
haustið, eykst hlutfallslegt rnagn kvistgróðurs í fóðri þeirra og er
að jafnaði 70—80% á vetrarbeit.
Þetta hefur í för með sér, að milli sauðfjár og hreindýra er
frekar takmörkuð samkeppni um plöntur í sumarhögum, og er
það í samræmi við erlendar niðurstöður.
Af þessu leiðir einnig, að gróðurlendin hafa ekki sama gildi sem
sumarhagar fyrir hreindýr og sauðfé. Kjörgróðurlendi hreindýra
eru grasvíðisnjódæld, hálfgrasa- og sefmóar og lyngmóar, en sauð-
fjár valllendi og hálfgrasa- og sefmóar.
V. ÚRDRÁTTUR OG ÁLYKTANIR
I ritgerð þessari er í stuttu máli rakin saga hreindýraniia á ís-
landi og birtar niðurstöður rannsókna á fjölda þeirra, þyngd,
dreifingu, fæðuöflun og á gróðri hreindýrasvæðanna á hálendi
Austurlands.
Talið er líklegt, að hreindýrafjöldinn hafi náð hámarki um
miðja 19. öld, en síðan hafi hann farið lækkandi og náð lágmarki
um 1940. Sú ályktun er dregin, að þessi fækkun hafi öðru fremur
orsakazt af versnandi vetrarbeit vegna snjóalaga og rýrnandi
gróðurs. Veiðar á þessu tímabili hafi haft lítil áhrif á fjölda dýr-
anna, enda fækkaði þeim, þrátt fyrir langa algera friðun.
Hreindýratalning, sem hófst 1965, leiddi í ljós, að dýrunum
fjölgaði jafnt og þétt fram til 1969, en hafði fækkað mikið við
talningu 1970. Veiðar voru leyfðar 1968 og 1969.
Rannsóknir leiddu í ljós, að á þeim hluta Austurlandshálendis-
ins, sem hreindýrin halda sig einkum á, eru víðáttumikil gróður-
lendi, sem eru nýtt mun minna en nemur beitarþoli þeirra. Þessi
gróðurlendi eru meðal hinna beztu á hálendi landsins, og á hófleg