Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 29
NÁTTÚ RU F RÆÐI N G U RI N N
Alfreð Árnason:
Um sameindir nokkurra eggjahvítuefna
(prótín-gerðir) hjá rjúpum
Inngangur
Rjúpur teJjast til hænsnfuglaættarinnar (Phasianidae), en þeirri
ætt er aftur á móti skipt í þrjár eða fleiri undirættir. Helztar þeirra
eru undirættirnar Tetraoninae og Phasianinae. Til hinnar fyrr-
nefndu teljast hinar eiginlegu rjúpur af ættkvíslinni Lagopus, svo
og nokkrar fleiri skyldar tegundir, svo sem orri, þiður og jarpi, en
til hinnar síðarnelndu teljast hinir eiginlegu fashanar af ættkvísl-
inni Phasianus og margar fleiri tegundir.
Af rjúpum eru til þrjár tegundir í heiminum og eru heimkynni
þeirra allra á norðlægum slóðum. Tvær þeirra, fjallrjúpa Lagopus
mutus) og dalrjúpa (Lagopus lagopus), eiga heima í norðlægum
löndum allt í kringum hnöttinn, en sú þriðja, Lagopus leucurus,
hefur hins vegar mjög takmarkaða úthreiðslu, því að hana er að-
eins að finna í Klettafjöllum N-Ameríku.
Það er almenn skoðun fræðimanna, að rjúpur séu upprunnar
annað ltvort í A-Asíu (Johansen 1956) eða N-Ameríku (Short 1967),
og hafi dalrjúpa og ljallrjúpa breiðzt út frá jjessum upprunalegu
heimkynnum til austurs og vesturs, unz jrær hafi nær lokað hringn-
um við norðanvert Atlantshaf og aðliggjandi hluta Norður-íshafs-
ins. Fjallrjúpan er nokkru norrænni (arktískari) tegund en dal-
rjúpan, þótt útbreiðslusvæði þeirra skerist víða, en jrá er oftast
hæðarmunur á útbreiðslu Jæirra. Heimkynni fjallrjúpunnar eru
þá oftast til fjalla, en dalrjúpunnar á láglendi. Útbreiðslusvæði
dalrjúpunnar nær ekki til Grænlands, íslands og Spitzbergen, en
hins vegar finnast einangraðir stofnar fjallrjúpunnar hátt til fjalla
sunnan hins samfellda útbreiðslusvæðis hennar. í Evrópu er slíka
stofna að finna í skozku hálöndunum, í Alpafjöllum og í Pýrenea-
fjöllum.