Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 30
172
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Bæði fjallrjúpu og dalrjúpu hefur verið skipt niður í fjölmargar
deilitegundir og byggist sú skipting einvörðungu á ytri einkenn-
um, einkum lit og stærð. Að því er fjallrjúpuna varðar, en hún
er eins og áður var sagt eina rjúputegundin á íslandi, hefur deili-
tegundum hennar verið skipt í flokka eftir sameiginlegum útlits-
einkennum. Þannig skiptir Johansen (1956) þeim í þrjá höfuð-
flokka: Ameríkuflokkinn, Asíuflokkinn og Evrópuflokkinn. Fjall-
rjúpur á íslandi (L. m. islandorum) og á Spitzbergen, Franz Jósefs-
landi og Bjarnarey (L. m. Iryperboreus) eru vegna útlitseinkenna
taldar til Ameríkuflokksins (Salomonsen 1936, Vaurie 1965), og
eru því sennilega þangað komnar frá N-Ameríku um Grænland.
Hins vegar teljast fjallrjúpur í Skandínavíu (L. m. mutus) og í
skozku hálöndunum (L. m. millaisi) til Evrópuflokksins, sem tal-
inn er vera kominn til Evrópu frá Asíu.
Af þessu leiðir, að endar útbreiðslukeðjunnar eru annars vegar
á Islandi, Grænlandi, Spitzbergen, Franz Jósefslandi og Bjarnarey
(Ameríski flokkurinn), en hins vegar í Skandínavíu og Skotlandi
(Evrópuflokkurinn). Af þessu verður að draga jtá ályktun, að ís-
lenzka fjallrjúpan sé skyldust fjallrjúpudeilitegundum Grænlands,
en Jtær eru L. m. captus á NA-Grænlandi, L. m. rupestris á S-
Grænlandi, bæði að austan og vestan, og L. m. saturatus á NV-
Grænlandi, en fjarskyldastar fjallrjúpum Skandínavíu og Skotlands.
Af jæssum sökum þótti höfundi forvitnilegt að atltuga eggja-
hvítuefni þessara deilitegunda, þótt erfiðlega gengi að afla efni-
viðar, enda er hér aðeins um frumathuganir að ræða, |tar sem at-
huganir af Jressu tagi hafa ekki verið gerðar áður á rjúpum, svo
höfundi sé kunnugt.
Undirstöðuatriði um rafdrátt (electrophoresis)
sem tækni við sundurgreiningu eggjalivítu (prótína)
Það er alkunna, að eggjahvítu-sameindir eru Jteim eiginleikum
búnar að geta breytt jóna-ástandi sínu (hleðslu sinni) eftir Joví í
hvers konar upplausn Jiær eru. Þannig verða þær flestar — hlaðnar
við basíska pH-gráðu (pH > 7), en -J- hlaðnar við súra pH-gráðu
(pH < 7). Með öðrum orðum, hleðsla eggjahvítu er liáð sýrustigi
þeirrar upplausnar, sem hún er í hverju sinni. Annar eiginleiki