Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 40
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURIN N hugsanlegt, að sveiflur á genmengi geti valdið því, að breyting verði á þessu frá ári til árs. Þarna þyrftu því að koma til reglu- bundnar athuganir á löngu tímabili, ef þessu á að gera sæmileg skil. Lifraresterasar. Hér er að finna mjög glöggan mun milli grænlenzku (L. m. captus) og íslenzku (L. m. islandorum) rjúpnanna annars vegar og norsku rjúpnanna (L. m. mutus) hins vegar. Munurinn á deili- tegundunum á þessum tveimur svæðum er svo mikill, að hann er mun meiri en milli fashanategunda (species). Þetta stafar eflaust af því, að við erum hér að fást við endana á þróunarkeðju rjúp- unnar, austurendann (ísland) og vesturendann (Noregur), sjá inn- ganginn. Evrópurjúpan hefur tapað eða aldrei rnyndað þau gen, sem ráða belti B í esterasamyndinni, en þann eiginleika hafa ís- lenzk-grænlenzku rjúpurnar. Af þessu leiðir, að með samanburði sem þessum á deilitegundum rjúpunnar mætti fá fram allgóða þróunarsögu þessara sameinda og þar með tegundarinnar. Þennan mun á lifur dýra frá ýmsum stöðum er að finna meðal spendýra og fiska. (Árnason, um ála, í prentun, Árnason, um mýs, óbirt). Prótínmynd vöðva. Við samanburð hjarta- og bringuvöðva sést, að þessir tveir vefir hafa mismunandi prótín. Allar fjallrjúpur (L. mutus) eru af sömu gerð í þessu tilliti, hvort sem þær eru frá Grænlandi, íslandi eða Noregi. Hins vegar hefur dalrjúpa (L. lagopus) prótín, sem fjall- rjúpan hefur ekki (sjá áður). Þetta er glöggt dæmi um mishraða þróun hinna ýmsu prótínhópa. Þetta ræður svo aftur því, hvaða prótín-flokk menn vilja leggja áherzlu á við þróunarrannsóknir. Sömu sögu er að segja af öðrum dýrategundum, t. d. álum og músum (Árnason, í prentun). Lokaorð Þessi grein ber þess ljós merki, að hún veitir aðeins mjög tak- markaða vitneskju um útbreiðslu hinna ýmsu prótínhópa hjá fjall-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.