Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 50
192 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N upplausnartöflu Carpenters (1966) og leiðrétt fyrir hæð frá sjávar- máli samkvæmt formúlu Juday and Birge (Hutchinson 1957). Sýrustig (pH) var mælt með Beckman pH-mæli. Til stöðlunar voru notaðar þrjár mismunandi stuðpúða-lausnir. Næmni tækisins er ±0.02—0.03 pH-einingar, en nákvæmni vart meiri en ±0.05 pH- einingar. Alkaninitet var mælt með því að títrera 50 ml sýni með 0.02 N brennisteinssýru. Phenolphthalein-alkalinitet var fundið með pltenolplithalein indikator, heildar-alkalinitet nteð blönduðum indikator (bróm-kresól grænt-methyl rautt). Mælinákvæmni má ætla, að hafi verið innan við ±3 mg/L. Hitastig var mælt með nákvæmum yfirborðshitamæli (±0.02°C) og vendimæli í dýptum undir yfirborði. Næringarsölt voru mæld með litrófsmæli (Unicam SP 500 Spectrophotometer). Ólífrænt fosfat eftir aðferð Murphy og Riley (1962), nítrat og sílikat eftir aðferðum Mullin og Riley (1955, 1955a), nítrít eftir leiðarvísi Stricklands og Parsons (1968), sem byggður er á hinni upprunalegu aðferð Barnes og Folkard (1951), og ammoníak samkvæmt aðferð Richards og Kletch (1964). Mælinákvæmni er áætluð sem hér segir: Fosfat ±3%, nítrat ±5%, sílikat ±3% og nítrít ±3%. Talið er, að ammoníakaðferð sú, sem hér var notuð, mæli einnig óstöðug amino-sambönd í vatn- inu. Ógerningur er að meta nákvæmni hennar, en hún er vart meiri en ±10%. Nokkur ammoníakgildanna tel ég mjög vafasöm. Eru þau sett í sviga í töflu 1. Niðurstöður og ályktanir. Niðurstöður efnagreininganna eru sýndar í töflu 1. Nokkur at- hyglisverð atriði koma fram eins og nú skal greina. 1. Stórfelldur hitamismunur — um 16°C — er á vatninu úr lieitu og köldu lindunum, sem renna í vatnið austanvert. 2. Alkalinitets- og sýrustigsgildi eru þegar allhá í innrennslis- vatninu, en sýrustigið hækkar til stórra muna í Mývatni sjálfu og nær hámarki við útrennslið í Geirastaðakvísl. Þessar breytingar standa vafalaust í sambandi við gróður plöntusvifs í vatninu. Koldioxyd-nám plantnanna leiðir til röskunar í jafnvæginu: 2hco- co;-;- + có2 + h2o

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.