Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 52
194 NÁTTÚ R U F RÆBINGURINN sem berst úr vatninu út í Laxá. Sé útstreymið í Laxá þekkt, svo og rennsli Grænalæks, ætti á grundvelli hins mikla mismunar á kísilmagni volgu og köldu lindanna að vera mögulegt með samtíma mælingum á rennsli og kísilmagni að reikna út rennsli volgu og köldu lindanna út í Mývatn og framlag þeiiæa í efnabúskap vatns- ins. Mismunur á kísilmagni innrennslis- og útrennslisvatnsins að vori eða sumri ætti liins vegar að veita hugmynd um nettó kísil- nám þörunganna í vatninu. Væri fróðlegt að bera þá útkomu sam- an við niðurstöður framleiðnimælinga með C14-aðferðinni. b. Æskilegt væri að rannsaka ólífrænt fosfat og uppleyst köfn- unarefnissambönd á mismunandi árstímum og mismunandi stöðum í vatninu og fá þannig yfirlit um dreifinguna frá einum tíma til annars. c. Auk ólífrænna næringarsalta væri fróðlegt að rannsaka lífræn fosfór- og köfnunarefnissambönd í upplausn, svo og heildarmagn lífrænna efna. d. Æskilegt væri að rannsaka uppleystar lofttegundir í vatninu — aðrar en súrefni — einkum köfnunarefni og koldioxyd. I sanr- bandi við fiskirækt kynni mettunarstig lindanna með tilliti til köfnunarefnis að vera mikilvægt. Hugsanlegt er, að lindavatnið sé yfirmettað af köfnunarefni, þótt það sé undirmettað af súrefni. e. Fróðlegt væri að kanna grugg, bæði lífræn og ólífræn efni, í vatninu sjálfu og í afrennsli þess. f. Rannsóknir á snefilefnum í mismunandi lindum og á mis- munandi stöðum í vatninu kynnu að veita gagnlegar upplýsingar m. a. til þess að rekja útbreiðslu hinna ýmsu vatnsgerða. Loks væri fróðlegt að rannsaka nálæg vatnasvæði og fylgjast með breytingum á magni hinna ýmsu efna niður eftir Laxá. Hér hafa líffræðilegar eða lífefnafræðilegar rannsóknir ekki verið ræddar sérstaklega. Meðal mikilvægustu þeirra eru vafalaust fram- leiðnimælingar, sem einfaldast væri að framkvæma með C14- aðferðinni. HEIMILDARIT American Public Hcalth Association et al. 1962. Standard Methods for the Examination of Water and Wastewater. Eleventh edition. American l’uhlic Health Association, Inc. New York.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.