Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 65
NÁTTÚ RUFRÆÐINGU R I N N 207 Itigólfur Davíðsson: Gáð að gróðri á Vestfjörðum Á Spillinum 24. júlí 1969. Spillir kallast langir sjávarhamrar milli Suðureyrar í Súganda- firði og Staðardals. Hamrarnir eru víða rakir og svellar þar mjög á vetrum. Sjór gekk oft í kletta í óveðrum, en nú hefur verið lagð- ur upphleyptur vegur undir björgunum. Mikið ber á ætihvönn og skarfakáli í klettunum. Þar vaxa ennfremur svo um munar: Ólafssúra, burnirót, þúfu-, mosa-, stjörnu- og snæsteinbrjótar, tún- súra, kornsúra, músareyra, vegarfi, maríustakkur, ljónslöpp, kattar- tunga, sóley (ein ofkrýnd), tófugras, undafíflar, hærur, fjallapunt- ur, fjallasveifgras og skriðlíngresi. Milli Spillisins og Suðureyrar liggur grösug hlíð með miklu af músareyra, geldingahnapp, ljónslöpp, gullmuru, sóley og stinna- stör. Innan um vaxa einkum: Vegarfi, kornsúra, sóley, túnfífill, skarifífill, túnsúra, vallhæra, axhæra, þursaskegg, móasef, slíðra- stör, fjallastör og svarthöfðastör. 1 Staðar- og Vatnadal í Súgandafirði 25. júlí. Vatnadalur er framhald Staðardals og eru mörkin talin um Sunn- dal, lítinn þverdal rétt innan við Stað. Hraunið skiptir Vatna- dal í tvo hluta. Hraunið er geysimikil og stórgrýtt urð, að öllum líkindum framhrun úr fjallinu Staðarmegin, sprengt fram af vatns- aga fyrir ævalöngu. Er löng dæld í fjallið ofan við hraunið. Mosar og fléttur vaxa livarvetna á steinum. í rökum lægðum og lækjafarvegum í hrauninu vex mikill og fagur burknagróður. Ber mest á grænum brúskum þtisundblaðarósarinnar (Atliy- rium alpestre), sem sums staðar myndar stórar breiður. Hér og hvar vaxa stóriburkni, skjaldburkni og tófugras. Þrílaufungur er algengur, einkum í lynglendi. Lyngjafni vex og víða innan um lyng á þessum slóðum, en litunarjafni og skollafingur að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.