Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 66
208
N ÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
jafnaði Jiærra í lilíðum. — í lynglendinu stirndi hvarvetna á hin
fögru, livítu blóm skollabersins (Cornus suecica) í hlíðunum
báðum megin dalsins. Innan um vaxa á strjálingi: Barnarót, friggj-
argras, hjónagras, brönugrös, liolurt, klukkublóm o.fl. Mikið l)lá-
gresi og ögn af sauðamerg. Rjúpustör í lægð nálægt vatninu. —
Hlíðin norðan megin Vatnadals er meira grasi gróin og holtagróðri.
Hún er grýtt og liggja víða steinar, senr hrunði hafa úr fjallinu.
Mikið; af hjónagrasi og reyrgresi í hlíðinni. Mikill burknagróður
er og í hlíðunum nálægt Botni, innst í Súgandafirði og keimlíkur
Vatnadalsburknunum. Hér vex burkninn aðallega í rökum, snjó-
sælum lægðum. Mikið vex og af skollaberjum og lyngjafna í Botni.
Dökkasef sést á stangli, skollakambur og fjandafæla norðan
ár. Fáeinar, litlar birkihríslur sjást skammt innan við Botn sunn-
an megin, en dálítið kjarr vex norðan megin á löngu svæði. —
Burknar voru því nær hvergi gróbærir á þessum slóðum í júlílok.
Við mynni Engidals í Skutulsfirði vaxa heigulstör og sjávarfitj-
ungur við sjóinn og dúnhulstrastör nokkru ofar.
LEIÐRÉTTING
I grein um jarðsögu Vestmannaeyja í síðasta heí'ti Nfr. minni
ég með nokkrum orðum á tilveru brekkubobba á Heimaey. Ingi-
mar Óskarsson náttúrufræðingur hefur bent mér á missögn varð-
andi latnesk heiti og tegundagreiningu. Þótt þessi missögn snerti
lítið það atriði, sem ég var að ræða, joykir mér þó rétt að Jeiðrétta
hana.
Brekkubobbinn í Eyjum hét áður því latneska heiti, sem ég
notaði, Helix hortensis, en er nú kallaður Cepaea hortensis. Hann
kemur fyrir frá Eyjafjöllum og að minnsta kosti austur til Mýrdals,
og einnig hefur hann fundizt í Núpshlíðarhálsi. Austfjarðabobb-
inn, sem mér hafði skilizt að væri afbrigði þess sunnlenzka, enda
mjög svipaður honum, er raunar af annari ættkvísl og hefur latneska
heitið Helicigona arbuslorum. Einnig í greininni um fjörumó á
Garðsskaga í sama hefti ætti nefndur brekkubobbi að lieita Cepaea
í stað Helix. Trausti Einarsson.