Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 56
44 NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN Helgi Hallgrímsson: Físisveppir (Islenzkir belgsveppir III) Árið 1963 ritaði höfundur tvær stuttar greinar um íslenzka belg- sveppi (Gasteromycetes) í þetta rit. Fjallaði fyrri greinin um tvo ein- kennilega fulltrúa þessa flokks, hreiðursvepp og slengsvepp, en hin síðari um eldsveppina (Bovista). Ætlunin var að gera öðrurn ætt- kvíslum belgsveppanna, þ. e. Lycoperdon (físisvepp) og Calvatia (gímusvepp) svipuð skil í ritinu. Af ýmsum ástæðum hefur þetta dregist úr hömlu, og skal nú reynt að bæta úr því, þótt seint sé. Að þessu sinni verður greint frá ættkvíslinni Lycoperdon, sem ég kalla físisveppi í þrengri merkingu, en það er einnig notað sem samheiti á allar tegundir físisveppaættarinnar (Lycoperclaceae). Heiti þetta er gamalt og höfðar til líkingar sveppanna við físibelg. í greininni um eldsveppina var greint frá helztu einkennum físisveppaættar- innar, og lýst hvernig hún greinist í ættkvíslir. Einnig voru þar inn- leidd fræðiorð um hina einstöku hluta sveppaldinanna, sem hér verða einnig notuð. Físisveppur. Lycoperdon Pers. Aldinið oftast meira eða minna peridaga, og er neðri hluti per- unnar (peruhálsinn) ófrjór, fylltur með svampkenndum vef, sem kallast undirgleypa (subgleba). Gróin nryndast í perukúlunni og fylla lrana upp, ásamt hinum svonefndu kapilluþráðum (kapillitium) og gróstilkum. Kapilluþræðirnir eru þéttastir um miðju kúlunnar, og mynda þar oft meira eða minna greinilega súlu, gleypusúluna (columella). Aldinið opnast með toppstæðu gati, líkt og hjá eld- sveppunuiu. Ytra lag aldinsins, útbyrðan, er oft þakin ýmiss konar broddum, vörtum, kornum eða öðru flúri, sem er greinilegast á ung- um aldri, en fellur af eða hjaðnar niður við þroskann. Sjálf útbyrð- an hjaðnar einnig að mestu leyti, en eftir verður þunnt, kornótt hismi, sem leyfar hennar. Innbyrðan er oftast fremur þunn, papp-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.