Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
47
Vincent Demoulin sveppafræðingur í Liege (Sart Tilrnan) í Belgíu
hefur gert mér þann mikla greiða, að yfirfara allar nafngreiningar
á físisveppunum, en hann vinnur nú að endurskoðun á nafngrein-
ingum þessara sveppa og nafngiftum, með tilliti til útgáfu á heims-
flóru (monografiu) um þá. Verður hans nánar getið í sambandi við
skiptingu á tegundinni L. molle. Kann ég Demoulin liinar beztu
þakkir fyrir þessa hjálp.
Perufísi Lycoperdon pyriforme Schaeff.
Aldinið oftast reglulega perulaga, en stundum allt að kúlulaga,
einkum ef sveppurinn vex á jarðvegi, um 1—5 sm á hæð. Útbyrðan
þunn, myndar snarpt, kornótt eða smávörtótt lag, oftast ljósgul-
brúnt, eða grábrúnt neðantil en brúnt með dökk- eða rauðbrúnum
kornum ofantil.
Innbyrðan brún, gul- eða rauðbrún ofantil en gul eða gulhvít
neðantil. Gleypan gulgræn, síðar grábrún, með áberandi miðstofni
(gleypusúlu), sem fyllir næstum upp aldinholið. Undirgleypan hvít
eða gulhvít, oft gráhvít allra neðst, oftast mjög smáholótt.
2. mynd. Perufisi (Lycoperdon pyriforme) á mosagrónum birkistubb í Vagla-
skógi, 1961. Ljósm. H. Hg.