Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 62
50
N Á T T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N
4. mynd. Mjúkfísi (Lycoperdon molle), fjallafbrigði, með grasvíði, kornsúru,
stinnastör o. fl. Myndin er tekin í 700 m. h. í Tungnafjalli við Öxnadalsheiði,
árið 1963. Ljósm. FI. Hg.
var safntegund þessi nefnd Lycoperclon umbrinum Pers, eftir skil-
greiningu ungverska sveppafræðingsins Hollós. Við rannsókn á frum-
eintaki Persoons um 1950 kom í ljós, að það var önnur tegund en
sá L. umbrinum, sem Hollós átti við, og menn þekktu yfirleitt undir
því nafni, og það einnig, að Persoon hafði lýst þessari tegund undir
nafninu L. molle. Samkvæmt alþjóðlegum nafnareglum varð því
að taka upp naf'nið L. molle um þessa tegund. Tegundinni hefur
einnig verið lýst undir nafninu Lycoperdon atropurpureum af
Vittadini (1842), en það nafn telst ógilt, af því það er yngra en nafn
Persoons.
Aðaleinkenni tegundarinnar eru gróin, sem eru með mun grófari
broddum en hjá öðrum Lycoperdon-tegundum en líkjast mjög gró-
um Calvatia excipuliformis, ennfremur hið mikla magn gróstilka.
hessi einkenni eru mjög stöðug hjá öllum íslenzkum eintökum, sem
ég hefi skoðað. Hins vegar er nokkur stærðarmunur á gróunum.
Þau eintök sem vaxa utan skóganna, einkum til fjalla, liafa yfirleitt
dálítið stærri gró en skógeintökin. Fjallasveppirnir hafa líka oft-