Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 2. mynd. Straumlög í Stóru Eldborg. Hamarinn er 53 cm á lengd. Hraunið hefur runnið til austurs og suðurs og þar hefur það fallið fram af sjávarhömrum, sem nú ekki sér fyrir lengur. Við sjó nær það yfir um 5 km strandlengju, en rnesta breidd þess milli fjalls og fjöru er um 2,5 km. Gæti því látið nærri að flatarmál þess væri um 12 km2. Sjór hefur nú brotið framan af því, svo nú er það jafnt gxágrýtinu, sem það hvílir á. Ekki sjást þess merki hvort það hafi áður náð eitthvað að ráði út fyrir núverandi strönd eins og hraunið úr Litlu Eldborg hefur gert. Bendir þetta til þess að all- verulegur aldursmunur sé á þeim systrum (sjá síðar). Að austan hefur hraunið runnið út á eldra, slétt helluhraun, sem á kortinu ber nafnið Herdísarvíkurhraun, og er þar um nokkur mismunandi hraun að ræða, sem eiga upptök sín á mismunandi stöðum uppi á Lönguhlíð. Að vestan hefur hraunið runnið út á grágrýtið, sem myndar berggTunninn suður og vestur af Geitahlíð og sem nær vestur að Sveifluhálsi og að Ögmundarhrauni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.