Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 77

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 77
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN 65 Reykjanesskaga, t. d. í Háleyjarbungu og Búrfellshrauni við Hafn- arfjörð, auk þess sem það er algengt í Borgarhólagrágrýtinu um- hverfis Reykjavík. Litla Eldborg Eins og nafnið bendir til er Litla Eldborg minna áberandi en Stóra Eldborg. Þegar um Litlu Eldborg er að ræða er mun síður réttmæli að tala í eintölu, því þar er raunar um að ræða eldstöð, sem er mjög svo áberandi gígaröð. Það er röð af hraunklepra- og gjall- borgum um 350 m á lengd með stefnu norðaustur — suðvestur. Gíga- röðin endar utan í Geitahlíð í örlitlum kleprahól aðeins ofan við gamla veginn, sem þarna er á mótum hrauns og hlíðar. Lítið hraun- rennsli hefur verið úr borgunum sjálfum. Frá þeim hefur hraun- tunga teigt sig austur með Geitalilíð og nær nokkuð austur fyrir Sláttudal. Megin hraunstraumurinn kom ekki tir eldborgunum, heldur átti hann upptök við rætur Geitahlíðar norðan vegarins nokkuð til hlið- ar við eldborgirnar. Þar hefur hraunið ollið upp án þess að til gíg- myndunar hafi komið. í þungum straumi hefur það svo runnið vest- ur með eldborgarröðinni, og beygt til suðurs við vesturenda henn- ar. Af Jæssu er ljóst að borgirnar byggðust upp í fyrstu hrinu goss- ins, en megin lnaunrennslið kom fyrst eftir Jjað. Má vel sjá þetta í vesturenda gígaraðarinnar Jrar sem gjallnáman er. Nær hún inn undir skör hraunsins. Þessi álma hraunsins hefur eftir það fallið beint suður til sjávar, og Jiar fram af sjávarhömrum, sem myndaðir voru í hrauninu frá Stóru Eldborg, en jjað hraun er að heita má undir öllu hraun- inu úr Litlu Eldborg, sem jm er hin yngri þeirra systra. Síðastnefnd hrauntunga hefur fallið fram af sjávarhömrum, og rnyndað allbreiðan tanga út í sjó milli Bergsenda og Selabótar. Þar hefur það bætt við landið smá sneið, sem ennjiá stenzt ágang liafs- ins. Þarna sér fyrir hinum fornu sjávarhömrum lítið eitt uppi í land- inu. Hraunið Hraun Jjað, sem rann frá Litlu Eldborg er mjög ólíkt hraun- inu úr Stóru F.ldborg. Það er feltspat-pyroxen basalt með mjög litlu af ólívíni. Samsetningu hraunsins má ráða af töflu II.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.