Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 81
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
69
ApríE Maí Júní Júlí
I. mynd. Tímasetning helztu atburða á varptíma á 13 fálkavarpstöðvum við
Mývatn. Tákn: 1 = eggjum orpið, h = egg klöktust út, f = ungar urðu
íleygir. Upphafsstafir merkja dagsetningar ákvarðaðar með beinum athugun-
um, litlir stafir sýna útreiknaðar dagsetningar.
Fig. 1. Brecding schedule al 13 Gyrfalcon sites at Mývatn: Symbols: 1 —
egglaying, h — hatching, and f = fledging. Capital letters indicate observed
dates, small lelters calculated dates.
Fjöldi unga í hreiðri
Yfirleitt var ekki hægt að telja ungana, fyrr en þeir voru orðnir
um það bil viku gamlir eða stundum eldri. Stafaði þetta af því,
að oft var ekki hægt að komast að hreiðrunum. Af þessum sökum
eru talningar á ungafjölda sennilega of lágar, vegna þess að eitt-
hvað af ungum hefur getað drepizt stuttu eftir að þeir komu úr
eggi, án þess að þess yrði vart. Engin fúlegg fundust í þeim hreiðr-
um, sem ég komst að.
Ungar voru taldir í 16 hreiðrum, og er árangur taluinganna sem
hér segir:
Fjöldi unga: 2 3 4 5 Alls 54
Fjöldi hreiðra: 3 6 5 2 Alls 16