Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 6
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1. mynd. Dagbókarriss af Brennisteinsöldu frá Vondugiljum sýnir afstöðu elztu líparíthraunanna (1 og 2), gjóskubergs (3, innan við brotstall) og setlaga (5), sem fleygast inn á milli jökulmyndaðs líparíts í Brennisteinsöldu (4 og 6). — Field sketch of Brennisteinsalda seen from Vondugil. Itilerglacial rhyolite flows (1 and 2) are cut by a fault and replaced by rhyolite breccia (3). Overlying this are subglacial rhyolites (4 and 6) which mterfinger with fluvioglacial rhyolite debris (5). gil með öllum sínum þvergiljum grófst út. Bláhnúkur er eitt af fáum dæmum um gos, sem varð, eftir að giljagröfturinn var vel á veg kominn. í vesturhlutanum héldu gosin áfram og ofan á öskju- fyllinguna hlóðust líparítgúlar, sem rísa upp af hásléttunni, þar á meðal Reykjafjöll, Kaldaklofsfjöll og smáfellin á Ljósártungum. Líparítgúlar þessir raða sér skipulega samhliða öskjujaðrinum og eru vafalítið tengdir bogsprungum, sem þannig liggja. Á jökul- skeiðinu síðasta urðu til móbergshryggir norðaustur og suðvestur af Torfajökulssvæðinu og á jöðrurn þess gaus á sama tíma líparíti, sem myndar hryggi með hinni sömu NA-SV-sprungustefnu. Þar á meðal eru Rauðfossaföll, Mógilshöfðar (úr andesíti) og fjöllin umhverfis Kirkjufellsvatn. Þessi sami sprungusveimur gengur einn- ig yfir vestanverða öskjuna, og honum tilheyra hinar yngstu mynd- anir þar, svo sem móbergshryggir í Reykjadölum og líparíthraunin öll með tölu. Liparitgos í jökli — Bláhnúkur og Kirkjufell. Víða á Torfajökulssvæðinu hefur gosið líparíti undir jökli á síðasta jökulskeiði. Bláhnúkur og Kirkjufell eru dæmi um slíkar myndanir og verður þeim lýst nokkuð í þessurn kafla. Fjöllin eru

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.