Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 87 TAFLA 2 Eiginleikar glersalla úr Bláhnúki, Illagili og Loðmundarfirði. Nr. Þensla við hitun í 800-820 °C. Bundið vatn SiOo 1 Grár glersalli \ið Grænagil 3,5x 1.3% 68,38% 2 Grænn glersalli við Grænagil .... 2,0x 6,8% 64,16% 3 Grár glersalli ofarlega í Bláhnúki . 3,2x 0,75% 68,40% 4 Dílóttur glersalli úr Illagili 6,0x 1.7% 7U5% Samanburðarsýni af glersalla úr Loðmundarfirði 23,Ox 4,36% 71,60% Kirkjufell er myndað við sömu kringumstæður og Bláhnúkur, þótt engan veginn sé um algerar hliðstæður að ræða í berggerð eða upp- byggingu. Aðalfjallið er gert úr straumflögóttu líparíti, ýmist ljós- leitu eða dökku og hrafntinnukenndu, sem myndar næstum óslitið klettabelti hið efra. Víða sést gróf stuðlun og áberandi kleyfni eftir straumflöguninni, sem veldur því, að fram koma í hömrunum ýmis- lega löguð, tröllslega stór sveigmynztur. Þegar haft er í huga, að straumflögunin myndast þvert á stefnu mesta þrýstings, verður ijóst, að liliðarþrýstings frá kviku, sem tróðst upp og ýtti frá sér því, sem fyrir var, líkt og einkennir hraungúla, hefur gætt hér. Undir og sums staðar utan í líparíthömrum Kirkjufells finnst hrafntinnugljá- andi berg og glersalli sams konar og áður var lýst í Bláhnúki, aðal- lega þó sem brak úr moluðum eitlum (þekkjast á stuðlabrotunum) í glersalla. Brakið gæti hafa myndazt þannig, að stór stykki hrundu fram úr hlíðunum, þegar gúllinn var í myndun vegna þrýstings inn- an frá og eins vegna þess að jökulveggirnir, sem héldu að gúlnum, bráðnuðu, eða stykki úr þeim flutu upp. Það væri því hliðstæð myndun við bólstrabreksíurnar í móbergi. f gúlnum, sem rnyndar topp Kirkjufells er venjulegt straumflögótt líparít strax og kemur inn á sjálft aðalfjallið. Þar hefur kælingar frá jökulvatni ekki gætt, en þó mun toppurinn myndaður í sama gosi og hlóð upp biksteins- og glersallamyndunina í neðri hluta fjallsins. Af afstöðu berggerð- anna í Kirkjufelli má helzt ráða, að gosið hafi náð að bræða jökulinn í gegn og sé toppgúllinn þannig hliðstæður basaltdyngjunum á kolli stapanna.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.