Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 13
NÁTTÚRUF RÆÐIN G U RIN N 91 innihalda meira en 70% kísilsýru. Annað er smáhraun, lítt áberandi norðan við Frostastaðavatn. Hitt hraunið er í Hrafntinnuskerjum, en þaðan hafa verið efnagreind sýnishorn með allt upp í 73,6% kísilsýru (Bailey & Macdonald 1970). Vegna mikillar seigju hefur súra hraunkvikan, sem myndaði hrafntinnuhraunin, haft tilhneig- ingu til að hrúgast upp yfir gosopinu og mynda gúl. Þar sem mikið hraunmagn kom upp, hefur gúllinn, sem fyrst myndaðist, ekki liald- ið jafnvægi, heldur hlaupið frarn undan halla og þrýstingi innan frá. Eftir stendur svo yzti jaðar gúlsins brekku megin við uppvarpið. Dæmi um þetta sjást í Háölduhrauni og í Hrafntinnuhrauni við tvö vestustu gosopin. Jaðar gúlsins myndar hálfhring eða boga utan um sjálft uppvarpið og minnir á venjulegan gígrima. Hann er þó ekki gerður úr lausum gosefnum heldur úr föstu hrauni. Súru hraunin hafa hvergi komið upp um eiginlegar gossprungur eins og títt er um basalthraun, heldur kringlóttar gospípur, sem reyndar liggja þétt saman í röð með venjulegri sprungustefnu. Við upptök Námshrauns eru 7 eða 8 einstök uppvörp og 400 m á milli endanna. Nyrzta smáhraunið liefur ruðzt fram úr djúpri hvilft í há- skarðinu milli Suður- og Norðurnáms og runnið niður í Frostastaða- vatn, en vatnsborð þess var þá að líkindum lægra en nú. Mestur hluti hraunsins er undir vatnsborði, en hraunsvigðurnar mynda sker og eyjar úti í vatninu. Rétt við suðurlandið er hraunið kýtt saman í háa brík undan þunga nýs hraunstraums frá næsta uppvarpi við. Þriðja uppvarpið hefur sent hraunstraum niður að Jökulgilskvísl. Syðstu uppvörpin hafa veitt upp smáhraunum, sem eru nánast aðskilin hvert frá öðru. Laugahraun er einnig samsett af smáhraunum frá einum tíu uppvörpum, sem eru dreifð yfir 2 km langt bil í beinu framhaldi suðvestur af uppvörpum Námshrauns. Eitt af ísúru hraununum á Torfajökulssvæðinu finnst í kringum Grákollu norðan við Frostastaðavatn. Hraun þetta er eins og Grá- kolla sjálf næstum á kafi í vikri og ösku. Af útbreiðslu þess og yfir- borðslialla má þó ráða, að það sé úr Grákollu komið. Undir ösku- og vikurlögum sést, að Grákolla er gerð úr dökku gjalli og kleprum, sem geta í samsetningu svarað til hraunsins í kring. Nokkur ísúr hraun finnast vestan við Laufafell (4. mynd). Laufa- hraun er yngst þeirra og líklega runnið samtímis Hrafntinnuhrauni og því sögulegt. Syðst í gígaröðinni, sem Laufhraun rann frá, eru þrír sprengigígar með djúpum vötnum í botni, nafnlausir á kortum, en heita Grænavatn að sögn heimildarmanns Þorv. Thoroddsens (1959).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.