Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 16
94
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Þórarinsson 1967) og eldstöðvarnar í framlialdi þeirrar gossprnngu
til suðvesturs þ. á m. Ljótipollur, Norðurnámshraun, Námshraun og
Laugahraun eru frá svipuðum eða sama tíma (Sig. Þórarinsson 1968).
Öskulög ofan á og undir Laugahrauni benda til, að það sé álíka gam-
alt og landnámslagið. Hrafntinnuskerjahraunin þrjú eru í beinu
áframhaldi þessarar gossprungu til suðvesturs, og líklega frá sama
tíma. Yfirborð Hrafntinnuskerja er að vísu ólíkt ellilegra en t. d.
Laugahrauns, þar sem jökull lá á |)eim fram undir síðustu aldamót,
og eru leifar hans enn við líði. Nafngiftin er frá þeim tíma, er hrafn-
tinnan myndaði sker upp úr jöklinum.
Undir stærsta Hrafntinnuskerjahrauninu sunnan megin sést í
gilskorningum 20—30 m þykkt súrt vikurlag, sem örugglega á sér
sömu upptök og hraunið. Vikurinn er lagskiptur (mynd III b) og
skiptast þar á gróf og fíngerð lög, sum hátt í rnetra á þykkt með haus-
stórum vikurstykkjum og grjótrusli, sem aðallega er líparítbrot úr
veggjum gígrásarinnar. Lögunum hallar jafnt niður undan jaðri mið-
hraunsins, og lagið í heild þynnist ört í átt að Ljósártungum. í þessu
vikurlagi er landnámslagið líklega fólgið. Hins vegar vantar nánast
dökka hlutann og verður naumast annað ályktað en hann sé ættaður
frá öðrum stað á gossprungunni og þá væntanlega, þar sem gaus
andesíti.
Beinist athyglin þá að eldstöðvunum við Laufafell, og ber það
tvennt til, að dökki hluti lagsins mun hvað J:>ykkastur einmitt á því
svæði (Sig. Þórarinsson 1968) og eins hitt, að andesít hefur hvergi
komið upp á gossprungunni milli Hrafntinnuskerja og Veiðivatna.
Þegar litið er á hliðrun þá, sem verður á nútíma gossprungum nærri
suðurjaðri líparítsvæðisins (6. mynd), kæmi ekki á óvart að finna
framhald Hrafntinnuskerja — Veiðivatnagossprungunnar vestan við
Laufafell. Ég tel næstum öruggt, að upptök dökka hluta landnáms-
lagsins séu nyrzt á gossvæðinu við Laufafell. Þar er mikil gígskál um
2 km á lengd, sporöskjulöguð með mestri breidd um 700 m (4.
mynd). Rimar hennar eru gleggstir að vestanverðu og hæð þeirra
nokkrir tugir metra, þar sem hæst er. Að austanverðu er riminn
miklu lægri og slitróttari. Greinilegt er af misjafnri hæð rimans og
bugðóttnm útlínum, að í stóra gígnum hafa verið nokkur sjálfstæð
uppvörp. í gjóskunni, sem myndar gígrimann, er vikur og gjall úr
feldspat- og pyroxendílóttu andesíti. Er það mjög auðkennilegt, þar
sem annað andesít á þessum slóðum er ólivíndílótt. Pyroxen- og
feldspatdílar auðkenna einnig dökka hluta landnámslagsins. Auk