Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
101
lífrænum efnum. Lífheimurinn í vatninu hefur því tiltölulega lítil
álirif á það, og eiginleikar þess ákvarðast fyrst og fremst af eðlis- og
efnafræðilegum atriðum.
Vatnsliturinn er bláleitur eða grænleitur og hin efnafræðilega
samsetning er svipuð í öllum dýptarlögum. Þetta hefur meðal ann-
ars þá þýðingu, að nægjanlegt súrefni er allsstaðar fyrir hendi, jafnvel
niður við botninn. — Það eina, sem breytist með dýpinu í þessum
vötnum er hitastigið. Á sumrin er meiri hiti í yfirborði en við botn-
inn, á veturna er þetta öfugt.
Mismunurinn á hitastigi í yfirborði og við botn minnkar því hærra
sem vatnið liggur yfir sjávarmáli og því opnara sem það er fyrir
áhrifum vinda. Vindurinn skapar bylgjuhreyfingu, sem stuðlar að
blöndun vatnsins og sá hitamismunur sem kann að verða, jafnast
fljótlega út.
Venjulegast hitnar yfirborð vatna talsvert yfir sumarmánuðina, og
ef við nú mælurn hitastigið niður á við í dýpið, þá komumst við að
raun um það að hitinn lækkar yfirleitt ekki í réttu hlutfalli við
dýpið. Oftast er það þannig, að hitinn helzt nokkuð jafn til að
byrja með, en lækkar síðan snögglega. Úr því lækkar hann svo jafnt,
þó ekki niður fyrir 4°C, vegna þess að við það hitastig hefur vatn
náð hámarkseðlisþyngd sinni og kaldara vatn myndi fljóta upp og
blandast.
Það dýptarlag, sem hitinn breytist snögglega í, er nefnt hitaskipta-
lag og er bæði þykkt þess og lega í dýpinu breytileg eftir aðstæðum
hverju sinni, en yfirleitt liggur það á 10—15 metra dýpi og þykkt þess
getur verið frá hálfum metra upp í 6—8 metra.
Suðvestanlands er algengt, að ekkert hitaskiptalag nær að mynd-
ast, vegna þess að vötnin hitna það liægt á vorin, að vindurinn nær
með bylgjuhreyfingum sínum að blanda sarnan hlýnandi yfirborðs-
vatni og kaldara djúpvatni.
Þegar haustar og kólna tekur í veðri, þá lækkar hitastig vatnsins
fyrst í yfirborðinu, síðan neðar og neðar, og þetta heldur áfram, unz
allur vatnsmassinn er orðinn um það bil 4°C, en úr því kólnar efsta
lagið mjög hratt og vatnið getur lagt á einni frostnótt, ef veður er
stillt.
Það er einmitt vegna þessa, að ís leggur miklu fyrr á grunn vötn,
en ]>au, sem dýpri eru. Djúpu vötnin hafa það mikinn vatnsmassa,
sem þarf að kólna niður, að þau leggur oft ekki fyrr en í janúar eða
jafnvel í febrúar. Stundum leggur þau alls ekki allan veturinn, og