Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103 dýrasvif (zooplankton). Þetta eru tiltölulega smá dýr, sem eru óháð botninum og fjörunni, en hafa litla möguleika til þess að komast áfram af eigin rammleik, og því mjög háð straumum og þeim hreyf- ingum sem á vatninu verða. Mikill hluti þessara dýra er svo smávax- inn, að þau verða ekki greind með berum augum, en þau sem tilheyra krabbadýrunum (Grustacea), verða fáeinir millimetrar að lengd, og eru greinilega sýnileg í vatninu. Bezt er að láta þau bera við hvítan bakgrunn ofan í vatninu, ef maður vill skoða þau nánar í sínu rétta náttúrulega umhverfi. Smákrabbadýrin (Entomostraca) eru stærsti hluti dýrasvifsins í næringarlitlum vötnum og eru krabbaflær (Copepoda) og vatnsflær (Cladocera) þeirra mikilvægust. Þessir dýra- flokkar finnast að segja má í hverju einasta vatni. Annar mikilvægur flokkur dýra í svifinu eru hjóldýrin (Rotatoria), en þau eru talsvert smærri en krabbadýrin. f næringarríkum og menguðum vötnum eru það hjóldýrin sem mynda stærsta hluta dýra- svifsins. Talsverður munur er á því dýrasvifi, sem finnst í sjó, og því, sem er í ferskvatni. Meginmunurinn liggur í stærð dýranna, en fersk- vatnstegundirnar eru smávaxnar, vegna þess rneðal annars, að erfið- ara er að lialda sér á floti í ósöltu vatni heldur en í sjó. Þar sem dýr eru ekki háð sólarljósi beinlínis, þá finnst dýrasvifið einnig fyrir neðan birtumörk vatnsins, og þar lifir Jrað á dauðu sökkvandi plöntusvifi, gerlum og dauðum, óuppleystum, lífrænum efnasamböndum (detritus). Þegar svifið deyr sekkur það til botns, og verður þannig aðaluppistaðan í fæðu þeirra dýra, sem þar lifa og nefnd eru einu nafni botnverur (benthos). Sú dýrategund, sem er mest einkennandi meðal botndýranna eru lirfur rykmýsins (Chironomidae) eða toppflugunnar eins og hún er einnignefnd. Rykmýið er langalgengast af öllum skordýrum sem lifa í vatni, hvort sem talið er í fjölda tegunda eða fjölda einstaklinga. Á kyrrum sumarkvöldum má oft sjá þykk ský af rykmýi í kringum vatnsbakkana og það er varla til sá staður Jrar sem nokkurt vatn er að finna, að ekki sé þar rykmý. Allt frá smápyttum upp í stór vötn, í lækjum, ám, hveravatni, saltvatni, mýrum og jafnvel í ísköldum jökulpyttum, alls staðar er þessi fluga og lirfur hennar. Vegna þessarar víðáttumiklu útbreiðslu og magns, er í'ykmýið ein allra mikilvægasta fæðutegundin fyrir önnur vatnadýr. Fullorðnu flugurnar taka ekki til sín neina næringu og geta því ekki lifað nema í 3—4 daga. Kvendýrið verpir eggjum sínum ýmist á steina og blöð í fjörunni, beint á vatnsyfirborðið eða þá, að hún sleppir þeim á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.