Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 28
104
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
flugi yfir vatninu. Lirfurnar sem úr eggjunum koma er mjög mis-
munandi litar eftir tegundum, þær geta verið rauðar, gular, grænar,
hvítar, brúnar og jafnvel bláar.
Rauði liturinn hjá sumurn tegundanna stafar af haemoglobini í
blóði þeirra, sama litarefni, sem gefur blóði spendýranna rauða lit-
inn, og flytur súrefnið með sér. Þetta gerir það að verkum, að ryk-
mýslirfur geta lifað á stöðum þar sem súrefnisinnihald er lágt. Lirfur
rykmýsins lifa í vatninu eitt eða fleiri ár, áður en þær púpa sig.
Þegar heitt og þurrt er í veðri, stígur púpan upp á yfirborðið,
flugan klekst út og flýgur í burtu eftir nokkrar mínútur, þegar væng-
ir hennar liafa náð að þorna og verða stífir. Á þessum fáu mínútum
í lífi mýflugunnar hefur fiskurinn mesta möguleika á því að ná
henni, enda vakir hann oft mjög mikið á þeim tímum, sem rnikið af
flugu er að klekjast út í yfirborðinu. Tóm púpuhylkin verða eftir á
vatninu og getur mergð þeirra orðið það mikil að það er eins og
strendurnar séu ataðar svartri leðju þar sem þau rekur að landi. Oft
er álitið að hér sé um dauða flugu að ræða, en svo er þó ekki.
Aðrir flokkar dýra, sem eru einkennandi fyrir botninn eru liðorm-
ar (Oligochaeta) og litlar vatnaskeljar (Pisidium). Liðormarnir eru
skyldir ánamaðkinum, en ekki nema 1—2 sentimetrar að lengd og
eftir Joví mjóir. Þeir halda sig niðri í leðjunni og eru því fremur óað-
gengilegir fyrir fiskinn. Vatnaskeljarnar verða ekki nema 2—3 milli-
metrar í þvermál, og hafa oftast lítið næringargildi sem fiskafæða.
Þessir þrír dýraflokkar, sem ég nú hef nefnt, eru sérstaklega ein-
kennandi fyrir djéipt vatn og eiginlega einu dýrin, sem þar finnast.
Er nær dregur landi, á grynnra vatni, eykst fjölbreytni dýrategund-
anna og það er oft fjölskrúðugt botndýralíf í strandbeltinu eins og
áður var minnst á.
Á þeim stöðum þar sem ekki er súrefnisskortur við botninn, vegna
offramleiðslu á lífrænum efnum, geta botndýrin lifað niður á mikið
dýpi. Þannig er þessu farið hérlendis og finnast dýr allt niður á um
100 metra dýpi, en það er mesta dýpi þeirra vatna, sem athuguð hafa
verið. Þó er Jrað alltaf, að dýralífið er mjög fátæklegt á miklu dýpi.
Magn botndýranna fer eftir framleiðslu vatnsins á lífrænum efnum
og stendur nokkurn veginn í réttu hlutfalli við hana. Þess vegna er
fjöldi dýra á hverjum fermetra oft notaður sem mælikvarði þegar
segja Jrarf til um möguleika vatnsins til Jress að framleiða fisk. Þó
ber þess að geta, að fjöldi dýranna er misjafn eftir árstíma, og frá
einum stað til annars í sama vatni.