Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 107 1. mynd. Skilti við inngang í Yellowstone-þjóðgarðinum. Furður Yellowstone. Yellowstone-svæðið liggur landfræðilega nálægt hjarta Banda- ríkjanna í norðvesturhorni Wyoming-fylkis í Klettafjöllum, þar sem verða vatnaskil milli heimshafa. Þar ríkir meginlandsloftslag með hlýjum sumrum en hörðum vetrum, enda liggur mikill hluti svæðisins í meira en 2000 metra hæð yfir sjó og tindar ná víða yfir skógarmörk, sem þarna eru í rösklega 3000 metra hæð. Flatar- mál þjóðgarðsins er nálægt 9000 ferkílómetrar og tekur þannig yfir ámóta svæði og Vatnajökull. Náttúrufarsleg fjölbreytni er með ólíkindum, mest á sviði jarðfræði, en einnig er dýra- og gróðurlíf sérstætt og heillandi. Klettafjöllin eiga sér myndunarsögu frá lokum miðaldar fyrir um 70 milljónum ára, þegar setlögin, er áður höfðu myndazt í sjó, tóku að rísa og raskast við fellingafjallamyndun. Á Yellow- stone-svæðinu bættist síðar við gífurleg eldvirkni, sem stóð í nær 40 milljónir ára með hléum, og lauk ekki fyrr en á jökultíma. Upp komu gosefni af ýmsum þeim gerðum, sem við íslendingar könn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.