Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 32
108
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
umst vel við, en líparít er þó langfyrirferðarmest, og þekur það
drjúgan hluta yfirborðs og kemur m. a. berlega í ljós í gljúfrum
Yellowstone-árinnar. Er nafn þessa landsvæðis talið eiga rót sína
að rekja til hins ljósa litar líparítsins (yellow = gulur). Hrafn-
tinna er einnig til staðar, þótt ekki sé það víða, og til Obsidian
Cliff (Hrafntinnubjarga) sóttu frumbyggjar svæðisins, indíánarnir,
sér efni í örvarodda og axir. Líparítgosefnin fylla risastóra öskju
eða sigketil, sem myndaðist í geysimiklum hamförum fyrir tæpri
milljón ára og er askjan um 65 kílómetra í þvermál. Það er einkum
við jaðra hennar, sem nú ólga og krauma liinir ótölulegu hverir
Yellowstone, en það voru einmitt þeir, sem svo mjög efldu frægð
og ýttu á eítir stofnun þjóðgarðs á þessum slóðum. íslendingar
ættu ekki að kalla allt ömmu sína þegar jarðhiti er annars vegar,
en þegar ekið er frá einu hverasvæðinu til annars dögum saman og
við blasir ólýsanleg fjölbreytni goshvera og leirhvera og alls þar
á milli, fallast okkar sannarlega hendur og Geysir gamli í Hauka-
dal nægði tæpast til að endurvekja stolt okkar, þótt í fullu fjöri
væri. Einn ferðafélaga minna orðaði þetta svo, að safna yrði öllum
jarðhita fslands saman á einn blett til að jafnast á við þann hama-
gang, ólgu og fjölbreytni, sem víða má sjá og heyra á hverasvæðun-
um þarna. í upplýsingaritum stendur, að alls séu hverirnir um
10 þúsund talsins, þar af 300 sívirkir goshverir auk mai'gra stór-
kostlegra leirhvera. Innan marka þessa þjóðgarðs er saman kominn
langtum meira en helmingur alls þess jarðhita, sem nú leikur laus
á yfirborði plánetu okkar.
Nafntogaðasti og öflugasti goshverinn í Yellowstone er Old
Faithful, sem þeytt hefur vatni og gufustrók reglubundið upp í
40—60 metra hæð frá því athuganir hófust fyrir lieilli öld og líða
aðeins 66 mínútur að jafnaði milli gosa, sem vara í nokkrar
mínútur. Aðrir hverir vatnsminni gjósa jafnvel enn hærra, og eng-
inn þeirra er öðrum líkur um hegðan og útlit.
Ár og stór stöðuvötn prýða víða landslagið, og á bökkum þeirra
eða úti í þeim er jarðhiti og goshverir. Fuglalíf er þar fjölskrúðugt,
enda eru tegundir varpfugla þarna um 200 talsins auk annarra,
sem viðkomu hafa. Stangaveiðar eru heimilaðar í ám og vötnum
á vissum stöðum, en undir eftirliti.
Um 85% af flatarmáli þjóðgarðsins eru skógi vaxin, barrtré og
þá fyrst og fremst stafafura (Pinus contorta) ríkjandi, en af lauf-
trjám sést helzt blæösp (Populus tremuloides), náskyld þeirri sem