Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 34
110 N ÁTTÚRUFRÆÐINGURINN stærsta spendýr Norður-Ameríku, en tarfarnir vega um 1 smálest. Innan þjóðgarðsins eru nú taldir vera nálægt 600 vísundar, afkom- endur þeirra milljóna, er fyrrurn drottnuðu á gresjum álfunnar. Af hjartardýrum er hér algengur ameríski krónhjörturinn (Cervus canadensis), stórt og tignarlegt dýr, sem heldur sig oft í stórum hópum og íreistar nrjög veiðimanna í Klettafjöllum. Aðra hjartar- tegund, elginn (Alces alces), fágætari og ennþá stærri getur að líta í rökum asparskógunum. Langtum minni en algeng eru dá- dýrið Odocoileus hemionus og pronghorn-antilópan (Antilocapra americana). Við alfaraleið má oft sjá svartbjörninn (Ursus ameri- canus), en frændi hans grábjörninn (Ursus horribilis) er sjald- séðari. Þótt þeir líti sakleysislega út, eru báðir viðsjárverðir, einkum eru ferðamenn varaðir við að áreita grábjörninn, sem stundum hefur orðiðmannsbani. Stórhyrndi sauðurinn (Ovis canadensis) er stæðileg skepna, sem heldur sig á hæstu fjallsrindum að sumarlagi, en einmitt hann var ein aðalfæða þess fámenna indíánahóps, sem áður byggði þetta harðbýla svæði og nágrannarnir kölluðu sauðaætur með tals- verðri fyrirlitningu. Króuðu þeir sauðina af í hrísbyrgjum og unnu þar á þeim. Af rándýrum stendur einna fremst fjallaljónið (Felis concolor), fallegog fim skepna, sem einkum veiðir dádýr sér til mat- ar. Úlfar (Canis lupus) eru nú afar fágætir í Bandaríkjunum, en Jiafa sézt í Yellowstone á ný eftir 1930. Hins vegar er sléttuúlfurinn (Canis latrans) algengur, en hann er miklu minni en frændi hans gráúlfur- inn og ræður ekki við stóra bráð. Hér hefur aðeins verið minnzt á fáeinar af dýrategundum Yellowstone, en þær einar gætu þó nægt til að gera heimsókn þangað eftirminnilega, og þyrfti ekki fleira til að réttlæta friðlýs- ingu þessa svæðis. Flókin vandamál. Þjóðgarðastofnunin — National Park Service — sem fer með stjórn náttúruverndarsvæða í Bandaríkjunum og ræður yfir um 6000 manna föstu starfsliði, liefur við mörg og flókin verkefni að glíma. í lögum um stofnunixra, sem sett voru árið 1916, var henni falið að hafa að leiðailjósi við stjórnun þjóðgarðanna og annarra friðlýstra svæða „. . . að veinda landslag þeiira og náttúruleg og söguleg fyrirbæri og dýralíf innan þeirra, og leyfa fólki að njóta

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.