Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 41
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 115 Helgi Björnsson: Um jökla Jöklai' og heimskautasvæði hafa löngum vakið forvitni rnanna, örvað hugmyndaflug þeirra og dregið að sér ferðalanga og vísinda- menn. En jöklar lieilla rnenn ekki eingöngu vegna þess, sem þeir eru, heldur einnig vegna þess, sem þeir liafa gert og gætu gert á komandi tímum. Þótt jöklar séu nú víðast hvar bundnir við hæstu fjöll, liafa þeir oftsinnis fyrr á thnum brotið af sér öll bönd, vaxið að stærð og afli, sigið niður af háfjöllum yfir hæðir, frá einum dal til annars, lagt hel- kaldan hramm sinn yfir grösugar sveitir. Marrandi brothljóð í trjá- gróðri hefur þá blandazt brestum í jöklinum, sem silast hægt fram. Engu eirir hann, ekkert fær stöðvað hann, fyrr en loks sólarvarminn mörgum öldurn seinna. Sumarleysing nær þá yfirhöndinni á ný, jökulár vaxa ár frá ári, jöklar liörfa smám saman og löngu grafnir leyndardómar koma í ljós. í milljónir ára hefur barátta kulda og varrna staðið. Barátta, sem við fylgjumst með hvert vor og haust. Skipzt hafa á kulda- og lilý- viðrisskeið. Sti var tíð á síðustu ísöld, að i/s hluti landssvæða jarðar var þakinn jöklum, en nú er urn 1 /^0 þess þakinn ís allt árið. Er nú ísinn sigraður að fullu? Enginn kann enn svar við því, hvort við lif- nm nú á einu hlýviðrisskeiði og kuldaskeið sé í vændum. Eitt er víst, að á hlýviðrisskeiðum síðustu ísaldar var oft hlýrra en nú er á jörð- inni. Hér hefur verið farið örfljótt yfir óralanga sögu. Jöklarnir fara sér mjög hægt og til þess að skilja líf þeirra og starf þarf að skoða þá undir sjónarhorni aldanna. Þeir sem dvalizt hafa á nær lneyfing- arlausri hábungu Vatnajökuls og skynjað hina tímalausu kyrrð hans í nær óendanlegri víðáttu, þeir finna, að æðaslög þessa jökuls eru af annarri öld en beljandi vatnsins við jökulröndina og hvinnr vindsins, sem þyrlar upp skafrenningi, svo að borið sé saman við hina tvo rof- þættina vind og rennandi vatn. Hvað er jökull og hvernig myndazt hann? Jökull er massi af ís og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.