Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 115 Helgi Björnsson: Um jökla Jöklai' og heimskautasvæði hafa löngum vakið forvitni rnanna, örvað hugmyndaflug þeirra og dregið að sér ferðalanga og vísinda- menn. En jöklar lieilla rnenn ekki eingöngu vegna þess, sem þeir eru, heldur einnig vegna þess, sem þeir liafa gert og gætu gert á komandi tímum. Þótt jöklar séu nú víðast hvar bundnir við hæstu fjöll, liafa þeir oftsinnis fyrr á thnum brotið af sér öll bönd, vaxið að stærð og afli, sigið niður af háfjöllum yfir hæðir, frá einum dal til annars, lagt hel- kaldan hramm sinn yfir grösugar sveitir. Marrandi brothljóð í trjá- gróðri hefur þá blandazt brestum í jöklinum, sem silast hægt fram. Engu eirir hann, ekkert fær stöðvað hann, fyrr en loks sólarvarminn mörgum öldurn seinna. Sumarleysing nær þá yfirhöndinni á ný, jökulár vaxa ár frá ári, jöklar liörfa smám saman og löngu grafnir leyndardómar koma í ljós. í milljónir ára hefur barátta kulda og varrna staðið. Barátta, sem við fylgjumst með hvert vor og haust. Skipzt hafa á kulda- og lilý- viðrisskeið. Sti var tíð á síðustu ísöld, að i/s hluti landssvæða jarðar var þakinn jöklum, en nú er urn 1 /^0 þess þakinn ís allt árið. Er nú ísinn sigraður að fullu? Enginn kann enn svar við því, hvort við lif- nm nú á einu hlýviðrisskeiði og kuldaskeið sé í vændum. Eitt er víst, að á hlýviðrisskeiðum síðustu ísaldar var oft hlýrra en nú er á jörð- inni. Hér hefur verið farið örfljótt yfir óralanga sögu. Jöklarnir fara sér mjög hægt og til þess að skilja líf þeirra og starf þarf að skoða þá undir sjónarhorni aldanna. Þeir sem dvalizt hafa á nær lneyfing- arlausri hábungu Vatnajökuls og skynjað hina tímalausu kyrrð hans í nær óendanlegri víðáttu, þeir finna, að æðaslög þessa jökuls eru af annarri öld en beljandi vatnsins við jökulröndina og hvinnr vindsins, sem þyrlar upp skafrenningi, svo að borið sé saman við hina tvo rof- þættina vind og rennandi vatn. Hvað er jökull og hvernig myndazt hann? Jökull er massi af ís og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.