Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 42
116
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
snjó, sem liggur að mestu á landi og hreyfist eða sýnir merki þess að
hafa hreyfzt. í þessari skilgreiningu er tekið fram, að jökull liggi að
mestu leyti á landi til aðgreiningar frá liafís og að hann lrafi hreyfzt
til þess að skilja hann frá fönnum. Jöklar myndast þar, sem veður-
far er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að leysa
að sumri. Svo þykk verður snjóþekjan, að snjórinn nær að þéttast og
ummyndast í jökulís, sem loks tekur að hreyfast undan eigin þunga.
Þegar snjór fellur til jarðar, hvarflar varla að nokkrum manni, að
þar sé á ferð öflugt tæki til landrofs. En þessi snjór getur ummynd-
azt og orðið að jökulís, sem ásamt bergmolum við jökulbotn myndar
þann sandpappír, sem mest hefur mótað land okkar. Strax og snjór
fellur hefst ummyndun hans, vegna þess að snjór myndaður í lofti er
óstöðugur við aðstæður á jörðu niðri. Hinir sexstrendu snjókristallar
verða smám saman hnöttóttir og snjór sígur saman. Fer þetta einkum
fram við flutning vatnseims. Auk þess hripar bræðsluvatn niður og
frýs aftur meðan frost er í snjólaginu. Við farg nýrra árlaga sígur
snjórinn enn frekar saman, loft pressast smám saman út, stórir krist-
allar myndast, loftbólur lokast og jökulís hefur myndazt. En enn
vantar þessa fönn hreyfingu, til þess að kallast jökull.
Öld eftir öld, vetur eftir vetur leggst snjór á jörð og skefur í dæld-
ir, hið ísi þakta svæði breikkar og þykknar með hverju ári, og síðan
fer það að hreyfast samfellt út frá hábungu, streyma þjált ekki ólíkt
þykku deigi undan eigin þunga, ekki aðeins niður halla, heldur einn-
ig yfir flatlendi og að vissu marki upp ávalar fjallshlíðar. Venjuleg
hreyfing jökla fer fram á tvennan hátt. í fyrsta lagi veldur farg jök-
ulsins formbreytingu á ísnum, svo að hann sígur áfram alllíkt þykku
deigi. Sú hreyfing er einkum háð þykkt jökulsins, halla yfirborðs og
hitastigi íssins. Því meiri sem ísþykktin er, hitastig og halli yfirborðs,
því hraðar fer jökullinn. Brattir hraðskreiðir daljöklar eru hins
vegar þynnri en hægfara flatari jöklar. Sé borað í jökul og fylgzt
með breytingum á halla borholunnar sést, að liraði jökulsins er mest-
ur við yfirborð, en við botn minnkar hann allhratt. Þá er hreyfing
jökla venjulega minni við jaðrana en miðbik þeirra þar, sem þeir eru
þykkastir. Hinn þáttur hreyfingarinnar er skrið eða rennsli jökuls
eftir botni sínum, en hraði þess getur verið allt að helmingi yfirborðs-
liraða jökulsins. Vatnsrennsli undir jökli iirvar skrið þeirra, og skýrir
það, hvers vegna hreyfing jökla vex oft við miklar rigningar og er
að jafnaði meiri að sumri en vetri. (Sjá 1. mynd).
Ég get ekki skilið svo við frásögn um hreyfingu jökla, að ekki sé