Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 44
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
118
miklu vatnsrennsli, og að sérstæð lögun jökla, sem stífli eðlilegt
rennsli, geti ekki ein valdið hlaupunum. Með borunum í gegnum
jökla munu líklega fást gögn, sem enn vantar til að leysa þessa miklu
gátu jöklafræðinnar.
Eins og allt vatn, senr berst eftir yfirborði jarðar, leitar ísinn einn-
ig niður að haffleti. Oft bráðnar hann á leiðinni áður en hann nær í
sjó fram, en þó nær jökull að kasta í ýmsum fjörðum Grænlands og
á Suðurlieimskautslandinu. Lengstu hringrás vatns á jörðinni er
lokið. Jöklarnir eru því mjög mikilvægur hlekkur í lrinni eilífu
hringrás vatns frá því það gufar úr hafi, berst yfir land og þéttist í
lofti, fellur sem regn eða snjór á jörð og berst til hafs aftur um ár og
stöðuvötn, grunnvatnsrennsli eða myndar jökla, dvelst þar langan
tíma meðan þeir silast frá hábungu niður á jökulsporð og bráðira,
mynda orkumestu ár landsins, sem renna til sjávar. Lengsta ferð
vatns um loft, láð og lög liggur um jökla. Talið er að sú ferð taki
um 9000 ár að meðaltali, 5000 ár um grunnvatn, 3000 ár í hafi, 1 ár í
stöðuvötnum, 12 daga í ám og 10 daga í andrúmslofti. Hér voru
taldir upp sex vatnsgeymar, og var dvalartími þess vatns sem hafnar í
íslasa lengstur, 9000 ár. Þessi staðreynd hlýtur að vekja menn til um-
hugsunar, um, hver áhrif það kann að hafa á hringrás vatns og allt líf
á jörðinni, ef rnenn breyta verulega streymi vatns úr einum geymi
til annars. (Sjá 2. mynd).
Tilvera jökla og allar breytingar á útbreiðslu þeirra endurspegla
almennt veðurfar í landinu, en jöklar hafa einnig mikil áhrif á stað-
bundið veðurfar. Þegar jökull hefur vaxið svo, að hann hefur fært í
kaf mörg þau fjöll, sem fyrrum drógu að honum úrkomu, sér jök-
ullinn sjálfur um að ná næringu beint frá lofti. Þegar jöklar liafa
myndazt laga þeir umhverfi sitt svo, að það verði hliðhollara lífi
þeirra og vexti. Úrkoma vex, og einnig dregur úr varmaorku til sum-
arleysingar. Þegar rakir loftmassar berast inn yfir jökul og lyftast
upp, kólnar loftið, og geta þess til að halda í sér raka minnkar, ský
myndast, og úrkoma fellur við frekari hækkun loftmassans. Jafnvel
þótt loftmassinn sé stöðugur, sem kallað er, þannig að liann geti
ekki lyfzt getur jökullinn kælt lægstu loftlögin svo, að hitastig falli
undir daggarmaik, loft verði mettað raka, og raki setjist á jörð við
frekari kólnun. Þannig bætir jökull tekjumöguleika sína strax og
hann hefur eitt sinn haslað sér völl. Gott dænri er, að hyrfi Vatna-
jökull skyndilega, kæmu eingöngu smá jökulskellur aftur við núver-
andi veðurfar. Svo lágt liggur víðast livar botn undir Vatnajökli. En