Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 121 geta allmörg ár liðið áður en versnandi veðurfars fer að gæta í hegð- un jökla, og þeirra áhrifa getur gætt í rnarga áratugi eftir að veður- far hefur batnað á ný. Ýmislegt bendir til þess, að veðurfar hafi að meðaltali heldur versnað a. m. k. síðasta áratug og jöklar hafi vaxið, en enn liopa flestir jöklar, þótt fjöldi þeirra, sem staðið hafa í stað eða hopað, hafi farið vaxandi mörg undanfarin ár. Hér hafa verið rakin í grófum dráttum nokkur grundvallaratriði um eðli jökla. Við iiöfum fylgt atburðarásinni frá því snjór fellur, ummyndast í jökulís, sem hreyfist, háð veðráttu og ýmsum eigin- leikurn jökulsins. Sérstök athygli var vakin á hinu flókna samhengi veðurfars og hops eða framskriðs einstakra jökulsporða og varað við að túlka mælingar á einstökum jöklum sem vísbendingu um breyt- ingar á veðurfari. LEIÐRÉTTING í 1.—2. hefti Náttúrufræðingsins 1972 er grein eftir undirritaðan, sem nefnist „Þankabrot um Skeiðará“. í þessari grein er vitnað í bréf, sem sett var saman í Sandfelli árið 1576 og tekinn úr því lítill kafli. Því miður hefur svo illa farið, að einmitt jrau orð, sem máli skiptu, hafa fallið niður. Rétt er klausan þannig: „item viti þeir Jón Guttormsson og Hallur Jónsson ekkert land nær legið hafa í mannaminnum Eyrarhorni en Lambhaga, sem Skeiðará af- tók, upp undan Lambey, þá sr. Jón Einarsson hélt Sandfell, og aldrei heyrðu þeir tvímæli á leika; voru þá sagðir Álftamelar á miðjum vegi upp undir grös.“ Lesendur nefndrar greinar eru beðnir að athuga þetta, því annars verður framhaldið óskiljanlegt. Rétt er að benda á, að þetta, sem sagt er um Lambhaga, mun eiga að skiljast svo, að Skeiðará hafi tekið hann af, þegar sr. Jón var í Sandfelli, þ. e. um eða fyrir 1540. Sennilegt er, að Skeiðarár-nafnið sé talsvert eldra, þó einstaka lærður maður notaði Jökulsár-nafnið lengur. Kvískerjum, 4. október 1972. Sigurður Björnsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.