Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 51
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN 125 áratugi eða aldir. Á þeirri leið hafa tegundir og einstaklingar komið og iarið, og fátt er orðið eftir af hinum gömlu landnemategundum árauranna og jökulurðanna í birkiskógunum. Þeim henta ekki skil- yrðin þar og sú samkeppni um jarðveg, vatn og birtu sem þar er háð. Upp frá sandinum taka við skógarbrekkurnar, sem öðru fremur hafa varpað ljóma á gróskuna í Skaftafelli. Þessar brekkur eru sunnan, suðvestan, vestan og norðvestan í sporði heiðar þeirrar, Skaftafellsheiðar, sem gengur frarn á Skeiðarársand milli Morsár- dals að vestan og dals þess, sem Skaftafellsjökull fellur um að austan. Heiðarraninn er lægstur syðst, og standa Skaftafellsbæirnir þar framan í honum, en hækkar smám saman til norðurs, og norður af lieiðinni rísa brött og tindótt fjöll, Kristínartindar næst en Skarðatindur norðaustar. Skógarbrekkurnar eru nokkuð brattar og er líklega hátt á annað hundrað metra hæðarmunur á sandinum og brekkubrúninni. í brekkunum er ákaflega gróskulegt um að litast. Þar vex birkiskógur, þó ekki ýkja hávaxinn eða beinvaxinn, því hæstu tré þar eru varla yfir 6—7 m há, en svarðgróðurinn er þar sérstaklega fagur. Blágresi (Geranium sylvaticum) er einna mest áberandi, og þá ekki bara með bláum blómunr heldur einnig bleikum og jafnvel hvítum. Aðrar áberandi tegundir eru blá- klukka, gulmaðra, blákolla (Prunella vulgaris), brennisóley (Ranun- culus acris), hrútaberjalyng ( Rubus saxatilis), smári (Trifolium repens), kornsúra (Polygonum viviparum), túnsúra (Rumex ace- tosa), ilmreyr (Anthoxanthum odoratum), hálíngresi (Agrostis tenuis), vallelfting (Equisetum pratense), friggjargras (Plalanthera hyperborea), eggtvíblaðka, garðabrúða og gleymmérei (Myosotis ar- vensis), að ógleymdri geithvönninni (Angelica sylvestris), senr verður þarna á annan rnetra á hæð, og reyndar er vöxtur annarra tegunda í fullu samræmi við Jrað. Undir birkinu vaxa auk Jress ýmsar mosateg- undir og jafnvel fléttur, eins og engjaskóf (Parmelia), ogá dreif innan um birkið vaxa tveggja til þriggja metra háar gulvíðihríslur (Salix phylicifolia) og nokkuð af loðvíði (Salix lanata). Þessar skógar- brekkur ná inn eftir allri austur- eða réttara sagt suðausturhlíð Mosárdals inn í Skorar, en þó skógurinn sé Jiar sízt lægri er gróskan minni, enda nýtur Jrar tæpast eins vel sólar, þó oft verði heitt í Mos- árdalnum, og beit er Jrar meiri. Rétt austan við Skaftafellsbæina eru brekkurnar sundur skorn- .ar af tveimur djúpum giljum, Vesturgili og Austurgili, og ná Jrau

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.