Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 51
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN 125 áratugi eða aldir. Á þeirri leið hafa tegundir og einstaklingar komið og iarið, og fátt er orðið eftir af hinum gömlu landnemategundum árauranna og jökulurðanna í birkiskógunum. Þeim henta ekki skil- yrðin þar og sú samkeppni um jarðveg, vatn og birtu sem þar er háð. Upp frá sandinum taka við skógarbrekkurnar, sem öðru fremur hafa varpað ljóma á gróskuna í Skaftafelli. Þessar brekkur eru sunnan, suðvestan, vestan og norðvestan í sporði heiðar þeirrar, Skaftafellsheiðar, sem gengur frarn á Skeiðarársand milli Morsár- dals að vestan og dals þess, sem Skaftafellsjökull fellur um að austan. Heiðarraninn er lægstur syðst, og standa Skaftafellsbæirnir þar framan í honum, en hækkar smám saman til norðurs, og norður af lieiðinni rísa brött og tindótt fjöll, Kristínartindar næst en Skarðatindur norðaustar. Skógarbrekkurnar eru nokkuð brattar og er líklega hátt á annað hundrað metra hæðarmunur á sandinum og brekkubrúninni. í brekkunum er ákaflega gróskulegt um að litast. Þar vex birkiskógur, þó ekki ýkja hávaxinn eða beinvaxinn, því hæstu tré þar eru varla yfir 6—7 m há, en svarðgróðurinn er þar sérstaklega fagur. Blágresi (Geranium sylvaticum) er einna mest áberandi, og þá ekki bara með bláum blómunr heldur einnig bleikum og jafnvel hvítum. Aðrar áberandi tegundir eru blá- klukka, gulmaðra, blákolla (Prunella vulgaris), brennisóley (Ranun- culus acris), hrútaberjalyng ( Rubus saxatilis), smári (Trifolium repens), kornsúra (Polygonum viviparum), túnsúra (Rumex ace- tosa), ilmreyr (Anthoxanthum odoratum), hálíngresi (Agrostis tenuis), vallelfting (Equisetum pratense), friggjargras (Plalanthera hyperborea), eggtvíblaðka, garðabrúða og gleymmérei (Myosotis ar- vensis), að ógleymdri geithvönninni (Angelica sylvestris), senr verður þarna á annan rnetra á hæð, og reyndar er vöxtur annarra tegunda í fullu samræmi við Jrað. Undir birkinu vaxa auk Jress ýmsar mosateg- undir og jafnvel fléttur, eins og engjaskóf (Parmelia), ogá dreif innan um birkið vaxa tveggja til þriggja metra háar gulvíðihríslur (Salix phylicifolia) og nokkuð af loðvíði (Salix lanata). Þessar skógar- brekkur ná inn eftir allri austur- eða réttara sagt suðausturhlíð Mosárdals inn í Skorar, en þó skógurinn sé Jiar sízt lægri er gróskan minni, enda nýtur Jrar tæpast eins vel sólar, þó oft verði heitt í Mos- árdalnum, og beit er Jrar meiri. Rétt austan við Skaftafellsbæina eru brekkurnar sundur skorn- .ar af tveimur djúpum giljum, Vesturgili og Austurgili, og ná Jrau
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.