Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129 gulmöðru. Bláklukka og geitla sjást hér aftur á móti varla og lyng- tegundir svo til eingöngu í jöðrum skógarins. Bjarkirnar í Bæjarstaðaskógi eru margar beinvaxin og fögur tré, og þorrinn af þeim 7—8 m á hæð, 10 m tré eru þó nokkuð víða og 12—14 m háar hríslur eru sagðar vaxa þar. Umhverfis Bæjar- staðarskóg og inn með allri vesturhlíð Morsárdals og út eftir brekkum Jökulfells er að vaxa upp ungskógur, að vísu mishár ennþá en víða allgróskulegur, og bendir allt til þess, að eftir nokkra áratugi verði þarna kominn samfelldur skógur allt innan frá Kjós og út í Jökul- fell, frá sandinum og upp í um það bil 350 m hæð, og verða nokkrar gamlar og myndarlegar skógartorfur í neðanverðum brekkum Jökulfells þá ekki lengur jafn einmana og þær eru nú. Og jafnvel niðri á innanverðum Skeiðarársandi, skammt frá Bæjar- staðarskógi að vestan og Morsáraurum að norðan, er að vaxa upp dálítið birkikjarr. Réttargil við Bæjarstaðarskóg er ekki síður fagurt og gróðurinn þar blómlegur en í bæjargiljunum við Skaftafellsbæina, þó minna sé um það talað. Þar vex bæði birki og reyniviður, og er mörg hríslan orðin gömul og virðuleg, en einnig mikið af geitlu og öðru blómgresi. Skammt uppi í hlíðinni vestan neðanverðs Fúsagils eru heitar laugar og renna frá þeim lækir niður á sand. Umhverfis laugarnar og lækina vaxa skriðlíngresi (Agrostis stolonifera), lindasef (Juncus bufonius), laugasef (Juncus articulatus), blákolla, mýradúnurt (Epilobium palustre), lindadúnurt (Epilobium alsinifolium), blóm- sef (Juncus triglumis), hnúskakrækill (Sagina nodosa) og mýrasauð- laukur. Milli lækjanna þarna eru líka einkar fallegar valllendisbrekk- ur, þar sem mest ber á skarifífli, mýrasóley (Parnassia palustris) og blákollu. Ofanverðar hlíðar fjallanna milli Morsárdals og Skeiðarárjökuls eru mjög skriðurunnar og gróður þar enn strjálli og fábreyttari en í fjöllunum upp frá Skaftafellsheiðinni. Að lokum ber að geta þess, að Skaftafellsland nær fram allan Skeiðarársand og út að sjó, en þar vex nokkuð af melgrasi (Elymus arenarius) og fjöruarfa (Honkenya peploides) og jafnvel fleiri strandplöntum, þó hvergi sé þar um samfelldan gróður að ræða. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.