Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 60
134
NÁTTÚRUFRÆ.ÐIN GURINN
Hnyðlingarnir í hrauninu virðast yfirleitt vera svipaðir að gerð og
samsetningu, en um hana má fá nokkra hugmynd af eftirfarandi:
Plagioklas ...................................... 70,3%
Pyroxen.......................................... 26,0%
Ólívín ........................................... 3,5%
Málmur (opaques).................................. 0,2%
Eðlisþyngd um 2,83.
Hólmshraun III.
Þetta hraun tekur yfir mun stærra svæði en nokkurt hinna hraun-
anna. Mestri ritbreiðslu nær það í austanverðri Heiðmörk og nær
þar óslitið frá Silungapolli og vestur fyrir Jaðar. Nyrzti tanginn á
þeim hluta hraunsins nær langleiðina norður að Hólmsá skammt
suðvestan við brúna. Brúnin á Hólmshrauni III er mest áberandi
hraunbrúnin austan við Gvendarbrunna og allt austur að veginum
inn í Heiðmörk, enda liggur það á þessu svæði næst ofan á Hólms-
hrauni I eða þá ofan á Leitahrauni. Tanginn suðaustan við Gunn-
arshólma sem Suðurlandsvegur liggur um er Hólmshraun III.
Vegurinn sker þar yfir nyrzta tanga þess. Það þekur svo allstóra
spildu þar suður af og fyrir austan og sunnan Silungapoll, en er næst
Selfjalli hulið yngra hrauni, Hólmshrauni V, en til vesturs hverfur
það undir Hólmshraun IV, sem rnyndar mjótt belti ofan á því suð-
vestur af Silungapolli og nær út í tjörnina sem þar er. Þegar sunnar
kemur hverfur Hólmshraun III algerlega undir yngra hraun, og það
syðsta sem sést af því er nærri beint vestur af Selfjalli ofan og austan
við Heiðmörk. Þar fyrir sunnan er mjög erfitt eða ómögulegt að
greina milli einstakra hraunstrauma, en geta má þess þó hér, að á
svæðinu frá Húsafelli og austur að Heiðmörk hef ég talið mig geta
greint a. m. ’3 mismunandi hraun. Eru þá Hólmshraunin, sem
hér er um rætt, ekki meðtalin. Sé nú Búrfellshraun ásamt Leita-
hrauni og hraununum næst vestan við Vífilsfell talin með kemur í
ljós, að gosið hefur yfir tuttugu sinnum á svæðinu milli Lönguhlíðar
og Bláfjalla frá því að jöklar hurfu af þessu svæði. Nokkrar líkur
benda til þess að flest þessara hrauna séu yngri en Búrfellshraun, en
samkvæmt rannsóknum Guðmundar Kjartanssonar er það um 7200