Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 64
138
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hólmshraun V.
Síðast í röð þessara hrauna er Hólmshraun V. Það liggur ofan á
Hólmshrauni IV vestur af Selfjalli, en klofnar þar á því, og fellur svo
í tveim kvíslum báðum megin við það. Vestri kvíslin endar rétt sunn-
an og austan við skála þann, sem „Nordmannslaget“ hefur í Heið-
mörk, og áður er minnst á. Önnur kvísl úr sama hrauni er svo nokkru
vestar, en sú kvísl nær aðeins á einum stað fast að girðingunni sunnan
við Heiðmörk.
Austasta kvíslin hefur svo fallið norður með Selfjalli að vestan og
alla leið niður í Lækjabotna. Þetta er mjór hraunstraumur, sem
fallið hefur upp að fjallinu eftir lægð, sem myndazt hefur milli
þess og eldri hraunstrauma. Svo virðist, sem þetta sé yngst allra
hraunanna á svæðinu milli Þríhnúka og Hákolls í Bláfjöllum, þó
ekki verði það fullyrt að svo stöddu. Sé það hins vegar rétt sýnist og
líklegt, að það sé komið úr stuttri gígaröð vestan undir Kóngsfelli.
Aðalgígirnir eru tveir, en röð af smágígum liggur upp í fellið að
norðvestan. Hrauntraðir stórar liggja frá þessum gígum suður fyrir
Kóngsfell og austur með því að sunnan.
Þá hefur hraunið fallið norður milli Kóngsfells og Rjúpnadals-
hnúka, en önnur kvísl austur að Bláfjöllum, og er það yngsta hraun-
ið sem endar í allhárri brún vestur af Vífilsfelli og á kortinu er nefnt
Vífilsfellshraun. Greinilegt er, að hraunið tir gígunum við Kóngs-
fell er yngra en hraunin úr Eldborg við Drottningu, en mjög líklega
er eitthvað af Hólmshraunum komið úr þeim gíg.
Hólmshraun V er gráleitt, fremur fínkornótt basalthraun. Sam-
setning þess er:
1 2 Meðaltal
Plagioklas 43,19% 39,30% 41,2%
Pyroxen 42,24% 49,80% 46,0%
Ólívín 5,96% 3,94% 4,9%
Málmur 8,59% 7,74% 8d%
Summa 99,98% 100,78%
Taldir punktar ..................... 419 542
Þunnsneið nr........................ 180 181
Eðlisþyngd 2,78.
Eins og áður hefur lauslega verið drepið á eru margar eldstöðvar
milli Bláfjalla og Lönguhlíðar. Hafa hraun frá þeim flestum runnið