Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 67
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 ir nafnið til hins fyrrnefnda, enda vex það víða í klettum, þar sem skarfar o. fl. fuglar sitja. Víða erlendis er það frá fornu fari kallað skyrbjúgs- jurt. Sjómenn í vestanverðri Evrópu kölluðu það líka læknisskeiðina eða spón- inn, enda eru blöð sumra af- brigða spónlaga. Vísindanafn- ið Cochleria þýðir líka skeið og síðara nafnið officinalis, bendir til þess, að það var not- að í lyf eða til lækninga. I Færeyjum er skarfakálið kallað Eirisgras og á Finnmörk í Noregi Eiriksgras eða Eriks- gras. Óvíst er við hvað það nafn er kennt e. t. v. við ein- hvern blessaðan Eirík eða læknagyðjuna Eir? Gæti líka staðið í einhverju sambandi við sögnina að eira; þ. e. hlífa, þyrma, líkna eða eitthvað á þá leið? Talið er, að til séu 25 teg- undir skarfakálsættkvíslar (Co- chlearia) á norðurhveli jarðar, margar hverjar í fjalllendum Asíu og við saltvötn inni í landi. Aðrar tegundir vaxa að- allega út við ströndina eins og íslenzka skarfakálið, bæði á vesturströndum livrópu og á Grænlandi. Einnig er það allvíða ræktað, sem salatjurt og lækningajurt, t. d. í Mið-Evrópu. Hér er auðvelt að safna fræi af því, og fræið fæst h'ka stundum í blómabúðum (innflutt fræ). Skarfakál þrífst vel í sæmilegri garðmold. Sá má til skarfakáls að hausti eða vori. Þykir hæfilegt að hafa um 25 cm milli raða og 5 cm 1. mynd. Skarfakál.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.