Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 68

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 68
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGUIUNN milli jurtanna í hverri röð. Oft er líka hægt að ná í smájurtir og gróðursetja í görðum. Skarfakálið sáir sér síðan sjálft. Blöð þess eru mjög auðug af C fjör- efni. Þau eru góð til matar í hrásalat, eða söxuð saman við skyr. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752—1757, I. bls. 336 (Rvík 1943) segir: „Þar sem mikið vex af skarfakáli, eru teknir af því heilir bátsfarmar. Það er þvegið og saxað og gert úr kál- saup með mjólk eða sýru, en saltlaust. Það kál, sem geyma skal, er saltað í lögum í stór ílát og fergt. Lögurinn, sem úr því síast, er geymdur sér yfir veturinn, því að hann skemmist seint, ef hann stendur í kulda. Ef safi þessi er hafður í mat, verður ltann léttari og betri en ella. Fé, sem gengur í skarfakálshóhnum, fitnar mjög mikið, en væmu- bragð verður af keti þess. Úr gimbrarlambi, sem gengið hefur allan veturinn í skarfakáli, fást 12 pund, eða allt að einu líspundi mörs næsta haust“. í tímaritinu „Heima er bezt“ nóv. 1971 liefur Halldóra Bjarna- dóttir eftirfarandi eftir Herdisi Andrésdóttur skáldkonu: „Heilir skipsfarmar af skarfakáli. — Hreinsað, tekin frá visin blöð, þvegið vel, skorið svo á kálborði, sem var eins og hurð með lista í kring. Tveir skáru, hvor á móti öðrum með káljárnum, látið svo í tunnu, myndaðist brátt drukkur, sem var notaður til að súrsa, lítið um mjólkursýru". Halldóra hefur líka eftir Björgu frá Skálmardal í Barðastrandarsýslu (Sagnirnar skráðar fyrir 40—50 árum, Björg þá á níræðisaldri): „Skarfakál sótt út í hólma, sem lágu undir jarðirnar, heilir skipsfarmar (bátsfarmar). Súrsað í því slátur. Nýr skarfakáls- grautur góður. Kálið var látið í tunnur, ekki soðið, kom fljótt mikill vökvi úr því, þurfti að hræra í því við og við, vildi mygla ofan. Haft í grauta, brauð og slátur, súrsað í því“. Notkun skarfakáls er mjög forn. Getið er um skyrbjúgsjurt (skarfa- kál) til lækninga árið 1557 í dönskum ritum. Var skyrbjttgur einnig þar fyrrum algengur hörgulsjúkdómur í fangelsum og á mönnum, sem lifðu á fábrotinni fæðu, einkum á vorin. Læknirinn og grasafræð- ingurinn Linné (á dögum Eggerts Ólafssonar) ráðlagði löndum sín- um Svíum skarfakál gegn skyrbjúg og segir Eskimóa á Grænlandi nota það, blandað túnsúru, túnfíflum og frísku hreindýrakjöti. Víða vex mikið af túnsúru og túnfíflum innan um skarfakálið, en bæði súran og fíflablöðkurnar (hrafnablöðkur) voru notaðar til matar. Norðmenn söltuðu skarfakál í tunnur, notuðu það á vetrum og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.