Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
27
Eldgos við Eldeyjarboða 1970 eða 1971?
Brunagrjót. Botnsýnið L 71-19, sem tekið var suðvestur af Eld-
eyjarboða á 68 m dýpi í júní 197L er töluvert frábrugðið hinum
botnsýnunum, sjá 2. mynd. Þetta er blásvart, blöðrótt hraungrýti,
alls 50 kg, flestir steinanna hvassbrýndir og með svarta glerskorpu.
Smásjárathugun í þunnsneið sýndi, að glerið er algjörlega óum-
myndað. Er því bersýnilegt, að hér er um mjög ungt berg að ræða.
Ennfremur vakti jaað athygli mína, að ekki sáust með berum
augum neinar lífrænar leifar á steinunum. Á botnsýnum frá litlu
dýpi, eins og hér er um að ræða, er annars alltaf töluvert af slíku,
svo sem leifar bústaða ýmissa orma og mosdýra. Til þess að fá frekar
úr þessu skorið, fékk ég Aðalstein Sigurðsson hjá Hafrannsókna-
stofnuninni til að líta á hraunmolana. Samkvæmt umsögn lians
fundust engar lífrænar leifar á sýnunum, nema lítið brot af rata-
skel í einni holunni. Varð ekki úr því skorið, Iivort skeldýrið hefði
lifað þarna, eða hvort skeljabrotið hefði borizt jiangað á annan
hátt. Aðalsteinn taldi, að við venjulegar aðstæður á þessu dýpi væri
töluvert dýralíf á botni og Jiess vegna ótvíræðar menjar um það.
Þess vegna hlyti eitthvað óvenjulegt að hafa komið í veg fyrir
myndun dýralífs þarna. Hitt væri einnig hugsanlegt, að botninn
þarna væri svo nýr, að ekki hefðu ennþá nein botndýr sezt þar að.
Það er álit Aðalsteins og eins annarra líffræðinga, sem ég hef leitað
til, að ekki líði nema 1—2 ár í hæsta lagi áður en slíkt„landnám“
Iiefst á hafsbotni á þessu dýpi.
Spurningin er því, livort hugsanlegt sé, að aðstæður Jrarna gætu
á einhvern liátt verið óvenjulegar. Það sem helzt gæti hindrað
dýralíf þarna er eftirfarandi: 1: Setlög, sem eru það jiykk, að þau
hindra, að dýralíf geti setzt að á steinum og föstu bergi. 2: Jarð-
hitasvæði.
Mjög litlar líkur eru á ])ví, að um nokkurt set sé að ræða, þar
sem sýni L 71-19 var tekið. Samkvæmt frásögn leiðangursstjóra
Lynch, G. Leonard Johnson, þá virtist botninn þarna mjög ójafn
og fastur fyrir, botnskafan skoppaði eftir botninum. Hraunmol-
arnir, sem komu upp, gáfu enga vísbendingu um það, að þeir hefðu
legið í seti. Botnsýnin sýndu ennfremur engin ummerki jarðhita,
en útfellinga og ummyndunar verður fljótlega vart, þar sem um
slíkt er að ræða.