Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
35
þannig að hún er orðin um 160—170 m syðst. Einkennandi er, að
flest þessara neðansjávarfjalla eru flöt að ofan.
Ýmsir jarðfræðingar hafa ritað um Reykjaneshrygginn á undan-
förnum árum (m. a. Talwani, Windisch 8c Langseth, 1971) og telja
flestir, að hann sé eingöngu orðinn til við eldsumbrot á sjávar-
botni. Botnskriðskenningin gerir ráð fyrir, að botn Norðuratlants-
hafs sé hluti af stórum jarðskorpuplötum, sem hreyfast til norð-
vesturs annars vegar og suðausturs hins vegar, hvor plata um 1 cm
á ári að jafnaði. Mót þessara platna eru um miðjan Miðatlants-
hrygginn, og þar fylgja eldsumbrot í kjölfar þessarar hreyfingar,
bæði neðansjávar og ofansjávar, þ. e. á íslandi.
Niðurstöður athugana á jreim botnsýnum, sem Lynch hefur skaf-
ið upp, og eins frásagnir af eldgosum sýna, að gosvirkni er mikil
á Reykjaneshryggnum. Sýnin eru öll mjög fersk og aðstæður allar
þannig, að eðlilegt er að gera ráð fyrir, að hér sé um að ræða mjög
ungar gosmyndanir, orðnar til á nútíma. Engar jökulminjar, eða
nokkur ummerki Jress, að jökull hafi legið á svæðinu, eða í nánd
við Jrað, fundust. Þó er hugsanlegt, að neðri hluti sumra hryggj-
anna sé frá jökultíma. Botnsýni, tekin af rannsóknaskipinu Trident
í júlí 1971 sunnar á hryggnum og aðrar mælingar, framkvæmdar
frá ]>ví skipi, gáfu sörnu niðurstöður (Schilling 1973). Elest botn-
sýnin virðast vera úr einni gosmyndun, hvert fyrir sig, en botn-
sýni L 73-37 og L 73-43 sýna Jró ótvírætt, að um fleiri en eina
hraunmyndun er að ræða á Jjessum stöðum. Það er ])ví líklegt, að
margir hryggjanna séu orðnir til við fleiri en eitt gos, bæði sprungu-
og dyngjugos. í Jressu sambandi er fróðlegt að bera Reykjanes-
hrygginn saman við gosbeltið á Reykjanesskaga. Þar liggja eld-
stöðvar greinilega í þyrpingum (klösum), og kemur Jretta tiltölu-
lega vel frarn á jarðfræðikorti Guðmundar Kjartanssonar (1960).
Er um 5 til 6 slíkar gosjjyrpingar að ræða á Reykjanesskaga, og
hefur áður verið bent á tilvist þeirra (Guðm. Pálmason og Kristján
Sæmundsson, 1974).
Sú tilgáta er sett hér fram, að neðansjávarhryggirnir séu í raun
og veru orðnir til við gos í slíkum þyrpingum og séu einn eða
fleiri hryggir og stapar í hverri þyrpingu. Þar sem gosin verða
neðan sjávarmáls hrúgast gosefnin upp, í stað Jress að breiðast út
líkt og hraun á landi. Á Jressu svæði gæti verið um 4 til 5 slíkar
þyrpingar að ræða: Eldeyjarþyrping, Geirfuglaskersþyrping, Eld-