Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 52
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN krónu. „Þegar einitrén eru fullþroskuð giftast stúlkurnar", segir gamalt máltæki á Norðurlöndum. Norski grasafræðingurinn Schii- beler segir frá því, að fyrir rúmri öld hafi sígaunar gengið í hjóna- band á þann einfalda hátt, að parið gekk sólarsinnis kringum eini- berjarunn. Ef hjón vildu skilja, „undu þau ofan af aftur“, þ. e. gengu rangsælis kringum runnann. Einiber hafa verið notuð sem krydd með kjöti á Norðurlöndum og einnig í aldinmauk. En ekki mun hollt að eta mikið af þeim, því að í þeim er m. a. terpentína. Einiber eru líka notuð til bragð- bætis í brennivín, öl, gin og sénever, nafnið er dregið af juniperus, þ. e. eini. Seyði af berjunum er notað til hreinsunar tréíláta. Reyk- ur af eini þykir gefa hangikjöti gott bragð. Svælan þótti einnig sótt- hreinsandi og góð gegn illum öndum og kynjaverum. Þrístrent merki ofan á berinu átti að merkja Þórshamar. Söxuðu einibarri var stráð á gólf til hátíðabrigða. Grænlendingar notuðu eini sem jólatré. Einiber og seyði af þeim verka dálítið þvagörvandi. Eyrrum var einir sums staðar talinn heilagt tré og var talsverð trú á lækn- ingamætti hans. Einibarri var svælt gegn smitandi sjúkdómum og berin tuggin og höfð í munni í sama tilgangi. Einir þrífst bezt á sólopnum stöðum, en þolir þó allmikinn skugga og vex sæmilega í kjarri og innan um gisinn skóg. Hann vex batr- viða hæst upp í fjöll í norðlægum löndum; 1700 m hátt yfir sjó í Jötunheimafjöllum í Noregi og jafnvel í 3500 m hæð í Alpafjöll- um.Einir mun vera útbreiddastur allra barrtrjáa á norðurhveli jarðar, bæði austan hafs og vestan. Hann þrífst á Grænlandi og líka á sólheitum klöppum Kaliforníu. Gaman væri að vita, ltve liáar einihríslur hafa fundizt hér á landi. í Hrolleifsdal í Skagafirði t. d. hef ég séð stóra, fagra einibrúska austan ár. Hríslurnar hafa fyrst vaxið nokkuð i hæðina, en síðan breiðst út til allra hliða allflestar. En nokkrar rétta meira úr sér, einkum ei: þær hafa náð að vaxa upp með stórum steinum og halla sér að þeim. Aðrar breiða úr sér út yfir steina og njóta sjálfsagt yls af grjótinu í sólskini. Eru all- margar einihríslur um metri á hæð eða lengd; þvermál stofna 4 cm og ummál 8—12 cm. Stærsta einihríslan, sem ég sá, mældist 173 cm og teygði sig upp með kletti. Stofninn var hálfflatvaxinn, 11,5 cm á ltreidd og 28,5 cm að ummáli. Sennilega er þessi hrísla mjög gömul. Þetta var um árið 1966. Heyrt hef ég, að einir sé mjög gróskulegur við Sandvatn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.